Saturday, April 20, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: de Randamie vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: de Randamie vs. Ladd

Á laugardaginn fer fram bardagakvöld í Sacramento í Bandaríkjunum. Eftir síðustu helgi er þetta hálfgert þynnkubardagakvöld en þó er eitt og annað sem er áhugavert.

Germaine de Randamie snýr aftur

Germaine de Randamíe hefur lítið barist undanfarin ár og aðeins barist einn bardaga síðan hún var svipt fjaðurvigtartitlinum. Hún er óvinsæl hjá aðdáendum og UFC eftir að hafa neitað að berjast við Cyborg en er hörkubardagakona sem við eigum vonandi eftir að sjá í stuði. Hér mætir hún Aspen Ladd sem er frábær og hefur litið afar vel út á sínum stutta UFC-ferli hingað til.

Urijah Faber hættur við að hætta

Hinn fertugi Urijah Faber ætlar að berjast aftur í heimaborg sinni, Sacramento, eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í sömu byggingu fyrir tveimur og hálfu ári. Hvort Faber sé ennþá nógu sprækur til að standast yngri strákunum snúning verður að koma í ljós en hann er alltaf skemmtilegur. Faber mætir Ricky Simon sem er 14 árum yngri og hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC.

Team Alpha Male ættarmót

Talandi um Urijah Faber þá eru bardagamenn úr bardagaklúbbnum hans, Team Alpha Male, að fjölmenna á þetta bardagakvöld. Josh Emmett, Darren Elkins og Andre Fili eru allt kappar úr TAM og eiga spennandi bardaga gegn erfiðum andstæðingum. TAM hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu, en er þetta tímapunkturinn til þess að snúa genginu við?

Heldur Ryan Hall sigurgöngunni áfram?

Einn besti jiu-jitsu maðurinn í UFC og einn áhugaverðasti karakterinn í UFC í dag er Ryan Hall. Hall hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en síðast kláraði hann B.J. Penn með „heel hook“ í 1. lotu. Hann mætir Darren Elkins í kvöld og ætti það að verða mjög áhugaverður bardagi.

Bardagakvöldið byrjar kl. 21 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular