spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Shogun vs. Smith

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Shogun vs. Smith

UFC er með ágætis bardagakvöld í Þýskalandi í dag. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mauricio ‘Shogun’ Rua og Anthony Smith en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Goðsögn mögulega á leið í titilbardaga

Það þykir eiginlega hálf fáranlegt að hugsa til þess að Shogun fái mögulega titilbardaga með sigri í kvöld. Það gæti þó gerst þar sem Daniel Cormier nefndi Shogun óvænt á nafn um mögulega andstæðinga fyrir næstu titilvörn sína í léttþungavigt. Með sannfærandi sigri á Anthony Smith gæti hinn 36 ára gamli Shogun því fengið titilbardaga.

Nýtt nafn í léttþungavigt?

Anthony Smith er hægt og rólega að skapa sér nafn í UFC. Þessi 29 ára gamli bardagamaður er 5-2 í UFC og berst nú sinn annan bardaga í léttþungavigt. Á meðan Shogun hefur unnið þrjá bardaga í röð og er í 8. sæti á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni er Smith ennþá tiltölulega óþekktur. Hann er ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum en með sigri verður hann kominn meðal þeirra 10 efstu. Léttþungavigtin er að ganga í gegnum smá endurnýjun og aldrei að vita nema Smith verði hluti af næstu kynslóð í léttþungavigtinni.

Spennandi frumraun

Þjóðverjinn Abu Azaitar berst sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld. Hann tekur þá á móti Vitor Miranda í millivigt og gæti bardaginn orðið ansi skemmtilegur. Azaitar er árásargjarn standandi og er svona þokkalega kærulaus þannig að bardagarnir hans verða oft skemmtilegir. Hann fær sennilega góðan stuðning á heimavelli í kvöld og gæti átt spennandi frumraun.

Frábær tími

Það er alltaf þægilegt þegar UFC heimsækir Evrópu. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 14:30 og hefst aðalhluti bardagakvöldsins kl. 18. Bardagaaðdáendur geta því legið fyrir framan sjónvarpið og horft á bardaga í beinni á besta tíma.

Ekki gleyma

Á kvöldinu eru nokkrir ágætis bardagar sem verður gaman að fylgjast með. Glover Teixeira mætir Corey Anderson í næstsíðasta bardaga kvöldsins og þá mun Marcin Tybura mæta stóra manninum Stefan Struve. Emil Weber Meek berst svo sinn þriðja bardaga í UFC þegar hann tekur á móti Bartosz Fabiński en Meek er nokkuð skemmtilegur bardagamaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular