0

Úrslit UFC Fight Night: Shogun vs. Smith

UFC var með lítið bardagakvöld í Hamburg í dag. Mauricio ‘Shogun’ Rua mætti Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var ekki það besta en níu bardagar í röð fóru alla leið í dómaraákvörðun. Samtals fóru tíu bardagar í dómaraákvörðun á kvöldinu en það er jöfnun á meti í UFC yfir flesta bardaga sem fara allar loturnar.

Eftir níu bardaga í röð var bardagi loksins kláraður í aðalbardaga kvöldsins. Anthony Smith rotaði Shogun Rua í aðalbardaga kvöldsins eftir tæpar 90 sekúndur í 1. lotu. Smith hefur þar með unnið tvo bardaga í röð í léttþungavigtinni og rotað tvær goðsagnir í röð en síðast sáum við Smith rota Rashad Evans á 53 sekúndum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Anthony Smith sigraði Maurício Rua með rothöggi (olnbogi og högg) eftir 1:29 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Glover Teixeira eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Millivigt: Abu Azaitar sigraði Vitor Miranda eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Þungavigt: Marcin Tybura sigraði Stefan Struve eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Veltivigt: Danny Roberts sigraði David Zawada eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Nasrat Haqparast sigraði Marc Diakiese eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-26)

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Damir Hadžović sigraði Nick Hein eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Bartosz Fabiński sigraði Emil Weber Meek eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Nad Narimani sigraði Khalid Taha eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Aleksandar Rakić sigraði Justin Ledet eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Manny Bermudez sigraði Davey Grant með uppgjafartaki (triangle henging) eftir 59 sekúndur í 1. lotu.
Léttþungavigt: Darko Stošić sigraði Jeremy Kimball með tæknilegu rothöggi eftir 3:13 í 1. lotu.
Bantamvigt: Liu Pingyuan sigraði Damian Stasiak eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.