0

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Shogun vs. Smith

UFC var með frekar leiðinlegt bardagakvöld í Hamburg í Þýskalandi í gær. Aðeins þrír af 13 bardögum kvöldsins kláruðust með rothöggi eða hengingu en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir bardagakvöldið.

Þegar kom að bardaga Mauricio ‘Shogun’ Rua og Anthony Smith voru áhorfendur orðni ansi óþreyjufullir í annað hvort rothögg eða hengingu. Sem betur fer svaraði Smith kallinu og rotaði Shogun eftir tæpar 90 sekúndur í 1. lotu. Það var samt dálítið sárt að sjá goðsögnina Shogun vera kláraðan svona snemma. Það var líka eitthvað skrítið við Shogun, hann virtist meyr og eins og hann væri að tárast er hann gekk í búrið.

Eins og áður segir voru það tíu bardagar sem enduðu í dómaraákvörðun og var það jöfnun á meti í UFC. Fimm sinnum áður hefur bardagakvöld endað með tíu bardaga sem fara í dómaraákvörðun en fjórum sinnum hefur um verið að ræða þessi minni Fight Night kvöld.

Það var áhugavert að fylgjast með umræðunni á Twitter um bardagakvöldið en svo virtist sem aðdáendur væru hreinlega að drepast úr leiðindum. Bardagarnir sjálfir voru kannski ekkert svo leiðinlegir margir hverjir en þessi bardagakvöld verða svo hrikalega langdregin þegar bardagar eru ekki að klárast. Fyrsti bardaginn byrjaði kl. 14:30 á íslenskum tíma og var bardagi Shogun og Smith að byrja um 21 leytið. Það er sex og hálfur klukkutími af sjónvarpsáhorfi fyrir 13 bardaga. Þetta tekur alltof langan tíma fyrir meðalmanninn.

Bardagakvöldin mættu innihalda færri bardaga, renna hraðar í gegn og vera færri. Færri bardagakvöld og meiri gæði á hverju kvöldi. Það er samt sennilega ólíklegt að það muni nokkurn tímann gerast enda græðir UFC vel á hverju einasta bardagakvöldi í miðasölu og er fjöldi bardagakvölda ástæðan fyrir því hvers vegna ESPN borgar háar upphæðir fyrir sjónvarpsréttinn á næsta ári. Stundum verður þetta bara aðeins of mikið og sérstaklega þegar gæðin eru ekki alveg til staðar eins og við sáum á sunnudaginn.

Frammistaðan hjá Anthony Smith var þó frábær og verður áhugavert að sjá hvern hann fær næst. Það er frábært að sjá að léttþungavigtin er að fá nokkra upprennandi bardagamenn á meðan þeir eldri eins og Shogun og Lil Nog fjara út. Smith er samt ekkert unglamb. 29 ára gamall og búinn með 42 bardaga. Hann var lengi að koma sér á stóra sviðið en hefur sýnt að hann á heima hér. Þá er líka alltaf jákvætt að sjá menn fara upp um flokk og standa sig vel.

Næsta UFC er gjörsamlega geggjað. UFC on FOX í Kanada þar sem þeir Eddie Alvarez og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins!

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.