spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á Bellator: NYC

Nokkrar ástæður til að horfa á Bellator: NYC

Annað kvöld fer fram besta bardagakvöld Bellator. Bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden í New York en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana.

Bylur hæst í tómri tunnu

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Wanderlei Silva og Chael Sonnen. Rígur þeirra nær aftur til baka um nokkurra ára skeið og fá þeir loksins að útkljá málin annað kvöld. Það vantar ekki kjaftin á þá Sonnen og Wanderlei Silva en ólíklegt er að þetta verði glæsilegur bardagi. Það verður samt áhugavert að sjá hvernig þetta mun fara.

Fedor berst

Áhuginn á Fedor Emelianenko er kannski í sögulegu lágmarki núna en MMA aðdáendur vilja samt vita hvort hann vinni eða tapi. Á morgun mætir hann Matt Mitrione í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Hinn fertugi Fedor hefur ekki barist síðan hann rétt marði Fabio Maldonado þann 17. júní í fyrra og hefur hann oft litið betur út. Bardagar hans eru ekki eins áhugaverðir og þeir voru en við viljum samt alltaf vita hvort Fedor sé í lagi eða ekki, okkur er ekki alveg sama um hann ennþá.

Léttvigtarmeistarinn

Þó Sonnen og Silva séu aðalnúmerið eru þeir ekki í áhugaverðasta bardaga kvöldsins. Þeir fara fram á undan. Eftir þrjú töp í röð er léttvigtarmeistarinn Michael Chandler kominn á gott ról. Hann hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er aftur kominn með léttvigtarbeltið. Síðast varði hann titilinn gegn Ben Henderson en mætir nú hinum 32 ára Brent Primus. Primus er aðeins 7-0 en bardagana sjö hefur hann tekið á sex árum. Alltaf gaman að sjá Chandler berjast.

Stenst Lorenz Larkin undir væntingum?

Það verður einnig barist um veltivigtartitilinn þegar Douglas Lima mætir Lorenz Larkin. Þetta verður fyrsti bardagi Larkin í Bellator eftir að hafa komið úr UFC. Síðast sáum við hann pakka saman Neil Magny og hefur hann sennilega aldrei verið betri. Larkin fékk betri samningsboð frá Bellator en UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standa undir verðmiðanum og væntingunum.

Sá efnilegasti

Aaron Pico er einn efnilegasti bardagamaður heims. Mikil spenna ríkir fyrir hans fyrsta atvinnubardaga og gæti þetta orðið næsta stóra stjarnan í Bellator.

Íslandsvinurinn James Gallagher

Írinn James Gallagher hefur margoft dvalið hér á landi við æfingar í Mjölni. Hinn tvítugi Gallagher (6-0) mætir hinum fertuga Chinzo Machida. Eins og nafnið gefur til kynna er Chinzo eldri bróðir Lyoto Machida sem hefur gert garðinn frægann í UFC. Þetta verður erfiðasta prófraun Gallagher til þessa og verður spennandi að fylgjast með Íslandsvininum annað kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular