spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 175

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 175

Annað kvöld fer eitt stærsta UFC kvöld ársins. Bardagarnir fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum eins og venjan er í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Bardagakvöldið er smekkfullt af spennandi bardögum en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessu.

ufc175

  • Chris Weidman ætlar að sanna sig: Það er kannski undarlegt að segja það en mörgum aðdáendum finnst Weidman ekki enn vera verðskuldaður meistari. Báðir sigrarnir á Anderson Silva enduðu með óvenjulegum hætti og því bíða margir spenntir eftir því að sjá hvað Weidman geri gegn Lyoto Machida. Það er nokkuð ljóst að ef Weidman ætlar að vera millivigtarmeistari áfram þarf hann að sigra marga frábæra bardagamenn og sá fyrsti verður Lyoto Machida.
  • Tekst Lyoto Machida að hefna fyrir Anderson Silva? Lyoto Machida og Anderson Silva hafa lengi æft saman. Machida fær tækifæri á að hefna fyrir Anderson Silva með því að sigra Weidman og taka titilinn af honum.
  • Nær Weidman að leysa Machida þrautina? Machida virtist ósigrandi fyrst um sinn í UFC en eftir að Shogun rotaði hann hefur nokkrum tekist að leysa þrautina og sigra Machida. Karate stíll hans og frábær felluvörn veldur mörgum vandræðum og spurning hvort Chris Weidman nái að leysa þrautina annað kvöld.
  • Er Alexis Davis bara enn eitt fórnarlamb Rousey? Ronda Rousey ver bantamvigtartitil sinn í fjórða sinn annað kvöld gegn hinni eitilhörðu Alexis Davis. Fáir, ef nokkur, býst við sigri Davis en hún er mjög reynd (21 bardagi) og með mikla þrautsegju. Sigri Davis á morgun væru það án efa óvæntustu úrslit ársins.
  • Skemmtilegur bardagi í þungavigtinni: Matt Mitrione og Stefan Struve eigast við í skemmtilegum þungavigtarslag. Staðreynd málsins er sú að 80% bardaga í þungavigtinni enda með rothöggi eða uppgjafartaki og Struve hefur aðeins einu sinni á ferlinum farið í dómaraákvörðun!
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular