spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 191

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 191

ufc 191Annað kvöld fer UFC 191 fram í Las Vegas þar sem Demetrious Johnson ver titil sinn í sjöunda sinn gegn hinum hættulega John Dodson. Kvöldið er drekkhlaðið af spennandi bardögum en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa annað kvöld.

  • Tækifæri fyrir að sjá einn besta MMA bardagamann í heimi berjast: Það kunna kannski ekki allir að meta Demetrious Johnson en allir eru sammála um að hann sé ofarlega á pund fyrir pund listanum. Hann virðist gera allt tæknilega rétt af miklum hraða og öryggi. Hann reynir stöðugt að klára bardagann og hefur nú klárað fjóra af síðustu fimm bardögum. Hans erfiðasti bardagi til þessa var gegn John Dodson en hann var sleginn niður þrívegis í þeim bardaga. Hér fær hann tækifæri til þess að sigra Dodson á afgerandi hátt.
  • Fyrrum UFC meistarar í þungavigt mætast: Bardagi Frank Mir og Andrei Arlovski hefði getað farið fram fyrir tíu árum síðan en örlögin urðu önnur. Nú eru báðir 36 ára, enn í fullu fjöri og mætast í mikilvægum bardaga sem gæti hugsanlega ákvarðað næsta titil áskoranda, sérstaklega ef Arlovski vinnur. Báðir menn hafa rotað síðustu tvo andstæðinga sína svo spurningin er, hvor nær þremur rothöggum í röð?
frank mir
Frank Mir rotar Todd Duffee.
  • Rumble berst: Enginn MMA aðdáandi vill missa af bardaga með Anthony ‘Rumble’ Johnson. Hann er eins og villidýr í búrinu og mætir hér andstæðingi sem er nálægt því að vera spegilmynd hans, þ.e. Jimi Manuwa. Þolir Manuwa högg Rumble nógu lengi til að svara með sínum eigin eða verður þetta önnur aftaka?
  • Kickbox paradís: Þetta kvöld verður hanaslagur þegar rísandi stjarnan Paul Felder berst við „The Real Deal“ Ross Pearson. Þessi bardagi er ekki ólíklegur til að verða bardagi kvöldsins, þ.e. ef sá næsti stelur ekki senunni.

paul-felder-knocked-out-danny-castillo

  • Box paradís: Á pappír er bardagi Francisco Rivera og John Lineker ekkert annað er rosalegt stríð á milli tveggja rotara sem taka varla skref afturábak. Hvað sem gerist, ekki blikka.
  • Bónus: Paige Van Zant berst líka þetta kvöld: Hin ofursæta Paige VanZant er á leiðinni að verða stór stjarna. Hún fékk einn af þessum stóru Reebook samningum og hefur útlitið klárlega með sér. Hún verður hinsvegar að vinna bardaga og mætir hér Alex Chamers sem er með bakgrunn í Karate (þriðju gráðu svartbeltingur) og ætti að geta veitt VanZant harða keppni.

Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 á Figtht Pass.

page

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular