spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 219

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 219

UFC 219 fer fram í kvöld í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cyborg en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í nótt.

Áhugaverðasti kvennabardagi allra tíma?

Bardagi Cris ‘Cyborg’ Justino og Holly Holm er einfaldlega einn áhugaverðasti kvennabardaga allra tíma í UFC. Hér á ferð eru tvær afskaplega tæknilega góðar bardagakonur að mætast og margar breytur til staðar sem gera þennan bardaga áhugaverðan. Holly Holm er mun sterkari en þeir andstæðingar sem Cyborg hefur verið að mæta hingað til í UFC og gætum við fengið mjög áhugaverðan slag í kvöld.

Loksins berst Khabib

Khabib Nurmagomedov er að margra mati einn besti bardagamaður heims í léttvigt. Gallinn er hins vegar sá að hann er of gjarn á að meiðast og klikkaði síðast á niðurskurðinum. Hann getur sem betur fer barist í nótt og ríkir eðlilega mikil eftirvænting fyrir bardaga hans. Khabib er 24-0 og hefur notið mikilla yfirburða í bardögum sínum. Síðast var hann meira að segja að tala við andstæðinginn og segja honum bara að gefast upp. Það er sjaldgæft að sjá Khabib berjast og er þetta viðburður sem enginn bardagaaðdáandi má missa af.

Er Cynthia tilbúin að verða stjarna?

Cynthia Calvillo berst sinn fjórða bardaga í UFC á árinu nú um helgina. Síðast olli hún ákveðnum vonbrigðum er hún mætti Joanne Calderwood. Fyrstu tveir sigrar hennar voru glæsilegir og þyrfti hún að eiga stjörnuframmistöðu í kvöld ef hún á að vera sú stjarna sem vonast er eftir. Verkefnið í nótt verður erfitt, fyrrum strávigtarmeistarinn Carla Esparza, en ef hún er eins góð og talið er ætti Calvillo að sigra.

Endurkoma Condit

Carlos Condit hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Demian Maia í ágúst 2016. Hann íhugaði að hætta eftir það tap en er nú kominn aftur á stjá. Hann mætir nú Neil Magny og verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur til leiks. Fáir eru jafn skemmtilegir og Condit þegar hann er upp á sitt besta. Hann hefur aðeins tvisvar sigrað á stigum en klárað hina 28 sigra sína. Stóra spurningin er hreinlega hvernig hugurinn hans er á þessari stundu. Er hungrið ennþá til staðar eða er hann kominn með nóg af því að berjast og mun bara hætta?

Nóg um að vera

Auk fyrrgreindra bardaga eru nokkrir áhugaverðir bardagar sem vert er að fylgjast með. Omari Akhmedov, sem Gunnar Nelson sigraði árið 2014, er kominn aftur í millivigt og mætir Marvin Vettori. Viðureign Myles Jury og Rick Glenn gæti orðið mjög skemmtileg og þá hefur Khalil Rountree verið heitur í léttþungavigtinni að undanförnu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 0:30 í kvöld (aðfaranótt sunnudags) en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular