0

UFC 219: Khabib í tilsettri þyngd

Öll stærstu nöfnin sem berjast á UFC 219 hafa náð tilsettri þyngd. Það getur því fátt komið í veg fyrir stærstu bardagana á UFC 219 annað kvöld.

Khabib Nurmagomedov var nokkuð sprækur á vigtinni fyrr í dag. Hann var 155,5 pund en hann keppir í 155 punda léttvigt. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða. Andstæðingur hans, Edson Barboza, var líka í tilsettri þyngd og fáum við því loksins að sjá Khabib berjast á morgun!

Cris ‘Cyborg’ Justino var 145 pund fyrir sína fyrstu titilvörn í UFC á morgun. Holly Holm var einu pundi undir og erum við því með titilbardaga í 145 punda fjaðurvigt kvenna annað kvöld.

Allir bardagamenn náðu vigt og fara því bardagarnir eðlilega fram á morgun.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply