0

Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson (UFC 219)

UFC 219 fer fram annað kvöld í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cris ‘Cyborg’ Justino en spámaður helgarinnar er Bjarki Ómarsson.

Bjarki Ómarsson barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í desember. Bjarki sigraði þá Mehmosh Raza eftir dómaraákvörðun á FightStar 13 bardagakvöldinu. Bjarki horfir auðvitað alltaf á UFC bardagakvöldin og er ágætlega spenntur fyrir UFC 219. Gefum honum orðið.

Veltivigt: Carlos Condit gegn Neil Magny

Úff ég veit það ekki. Ég ætla að skjóta á að Carlos Condit vinni á decision. Hann mun dansa í kringum hann eins og hann gerði gegn Nick Diaz. Vinnur á stigum í allt í lagi bardaga og hættir eftir bardagann.

Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Carla Esparza

Sigurinn hjá Calvillo gegn Jojo tók allt hype frá henni enda var það leiðinlegur bardagi. Hún er samt mjög confident núna og ætla að skjóta á að hún vinni. Carla, hef aldrei fílað hana neitt sérstaklega þó hún hafi unnið TUF og verið meistari. Cynthia er yngri og graðari, hún vinnur á stigum í ekkert skemmtilegasta bardaga í heiminum. Og segist vera betri en þetta sem er típískt.

Léttvigt: Dan Hooker gegn Marc Diakiese

Marc Diakiese var með skemmtilegt debut. Held að hann sé meira sharp og flottari fighter, held að hann taki þetta með TKO í 2. lotu.

Léttvigt: Khabib Nurmagamedov gegn Edson Barboza

Khabib tapar í fyrsta sinn! Þetta verður TKO annað hvort í lok 1. lotu eða byrjun 2. lotu. Edson er með mikinn sprengikraft, sé hann fyrir mér að hann sparki fast í hann, nái að forðast fellurnar hjá Khabib og slær hann niður eftir að hafa barið hann soldið og klárar hann svo með höggum í gólfinu. Leiðinlegt af því ég vil sjá Khabib á móti Conor í Rússlandi!

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ gegn Holly Holm

Holly Holm er reyndari í að fara allar fimm loturnar. Hún verður dálítið að berjast eins og Condit gegn Nick Diaz. Reyna að countera Cyborg og Cyborg verður að elta hana. Holm vinnur þrjár lotur og Cyborg tvær lotur. Holm vinnur eftir dómaraákvörðun.

UFC 219 fer fram annað kvöld.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.