spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 47

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 47

UFC Fight Night 47 er í kvöld eftir um þriggja vikna pásu. Þetta er ekki beint eitt af stóru kvöldunum en það eru nokkrir mjög áhugaverðir bardagar sem vert er að sjá. Við förum yfir nokkrar helstu ástæður til að horfa á kvöldið.

Ovince-vs-Bader

  • Mikilvægur bardagi í léttþungavigt: Sigurvegarinn í aðalbardaga kvöldsins á milli Ryan Bader og Ovince St. Preux verður kominn í góða stöðu til að skora á einn af þeim bestu í þyngdarflokknum. Það getur þýtt bardagi við einhvern eins og Rashad Evans, Alexander Gustafsson eða Anthony Johnson. Fyrir utan það eru þetta skemmtilegir stílar sem þarna mætast. Báðir eru höggþungir og seigir í gólfinu.
  • maynard
    T.J. Grant rotar Gray Maynard

    Síðasta tækifæri Grey Meynard? Fyrir aðeins þremur árum var Maynard talinn af mörgum vera annar besti bardagamaðurinn í léttvigt. Í dag er staðan allt önnur. Hann hefur verið rotaður í þremur af síðustu fjórum bardögum. Í síðustu tveimur bardögum var hann rotaður í fyrstu lotu. Verði Maynard rotaður enn einu sinni er ekki ólíklegt að þetta verði hans síðasti bardagi á ferlinum. Andstæðingur hans, Ross Pearsson, er einmitt með stílinn til að valda Maynard vandræðum. Pearsson er á talsverðri siglingu sé litið framhjá lélegri dómaraákvörðun í hans síðasta bardaga (hann vann Diego Sanchez). Það verður að teljast mjög ólíklegt að þessi bardagi fari allar þrjár loturnar.

  • Tim Boetsch á krossgötum: Líkt og Maynard þá var Boetsch á hápunkti ferils síns fyrir tveimur árum þegar hann sigraði Yushin Okami og Hector Lombard. Síðan þá hefur „The Barbarian“ tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og verður að sigra Brad Tavares núna um helgina til vera öruggur um að halda starfinu, hvað þá stöðu sinni í þyngdarflokknum.
makovsky
Zach Makovsky
  • Tveir af þeim bestu í fluguvigt berjast: Jussier Formiga og Zach Makovsky eru ekki eins vel þekktir og „Mighty Mouse“ Johnson en sá sem vinnur í kvöld gæti fengið titilbardaga. Makovsky er fyrrverandi Bellator meistari sem hefur unnið fjóra bardaga í röð og Formiga sigraði í fyrra Chris Cariaso sem berst um titilinn í næsta mánuði. Þetta er mikilvægasti bardaginn á kvöldinu en af einhverjum ástæðum er hann ekki á aðal hluta bardagakvöldsins.
  • mcmannSara McMann snýr aftur. Þrátt fyrir tapið á móti Rondu Rousey er McMann eitt besta efnið í bantamvigtarflokki kvenna. Hún mætir að þessu sinni Lauren Murphy sem er lítið þekkt en er fyrrverandi meistari í Invicta. Þetta er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins og ætti í raun að vera einn af aðal bardögum kvöldsins.
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular