UFC er með nokkuð gott bardagakvöld í Sao Paulo í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Derek Brunson en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.
Endurkoma Machida
Fyrir tveimur síðan féll Lyoto Machida á lyfjaprófi. Hann fékk tvegjga ára bann sem hann hefur nú afplánað. Nú er Machida 39 ára gamall, hefur ekkert barist í rúm tvö ár og spurning hversu mikið hann á eftir. Machida var rotaður illa í síðustu tveimur bardögum sínum og verður áhugavert að sjá hann aftur í búrinu í kvöld. Machida mætir Derek Brunson en Drekanum hefur yfirleitt gengið vel með glímumenn á borð við Brunson.
Fáum við að sjá leiðinlegasta manninn í veltivigtinni tapa?
Colby Covington virðist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að láta í sér heyra á þessu ári. Hann hefur fljótt komist í hóp leiðinlegustu manna í UFC og viljir margir sjá hann tapa. Í kvöld mætir hann Demian Maia og hefur Covington lofað því að svæfa Maia. Þó Maia hafi ekki gengið vel í sínum síðasta bardaga má ekki gleyma því að þegar hann mætir sterkum glímumönnum eins og Covington getur hann alveg ennþá gert þetta:
Lenda bombur Lineker?
Brassinn með breska nafnið, John Lineker, mætir Marlon Vera í kvöld í bantamvigt. Lineker er með dýnamít í höndunum og harður nagli. Hann er aldrei í leiðinlegum bardögum og er alltaf gaman að sjá hann labba á eftir mönnum og henda í bombur. Það er ekkert flókið við það sem Lineker gerir en það er gaman að horfa á það. Stóra spurningin er bara hvort bomburnar hans lenda á Marlon Vera.
Hellingur af skemmtilegum viðureignum
Það er alveg heill hellingur af skemmtilegum bardögum á þessu kvöldi. Pedro Munhoz mætir Rob Font í bantamvigt en Munhoz hefur verið á góðu skriði undanfarið og er stórhættulegur í gólfinu. Einn sá allra harðasti í bransanum, Jim Miller, mætir hinum vanmetna Francisco Trinaldo í frábærum bardaga. Vicente Luque mætir Niko Price en báðir eru með marga sigra eftir rothögg.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Fight Pass rás UFC á Íslandi.