spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Edgar vs. Swanson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Edgar vs. Swanson

swanson edgarAnnað kvöld fer UFC Fight Night: Edgar vs. Swanson fram en bardagakvöldið fer fram í Austin, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins er gríðarlega mikilvægur bardagi í fjaðurvigtinni þar sem Frankie Edgar og Cub Swanson mætast en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessu bardagakvöldi.

  • Fær Cub Swanson titilbardagann? Sigri Cub Swanson bardagann annað kvöld fær hann næsta titilbardaga. Það yrðu þá sjö sigrar í röð hjá Swanson og erfitt fyrir UFC að líta framhjá honum þrátt fyrir málglaðann Íra. Ef Frankie Edgar sigrar þá verður það að teljast mjög líklegt að Conor McGregor fái næsta titilbardaga. Bardaginn gæti því leitt ýmislegt í ljós í fjaðurvigtinni og verður afar spennandi að fylgjast með bardaganum annað kvöld.
  • edson-barboza1Green vs. Barboza: Þessi bardagi ætti að verða frábær en Bobby Green og Edson Barboza eru báðir mjög skemmtilegir léttvigtarmenn. Green hefur verið á miklu skriði en hann hefur sigrað átta bardaga í röð – nú síðast Josh Thomson í júlí. Ferill Edson Barboza í UFC hefur verið upp og ofan en hann er þekktastur fyrir að eiga eitt glæsilegasta hringspark í sögu UFC.
  • Benavidez fastur í stað: Joseph Benavidez er einn af topp fluguvigtarmönnum heims. Því miður fyrir hann hefur hann tapað tvisvar fyrir núverandi meistari og í seinna skiptið var hann rotaður. Það eru því litlar líkur á að Benavidez fái titilbardaga svo lengi sem Demetrious Johnson er meistari. Til að halda honum uppteknum mætir hann minni spámönnum á borð við Tim Elliot og Dustin Ortiz. Þó að Ortiz sé efnilegur kappi ætti þetta að vera öruggur sigur fyrir Benavidez – það er bara spurning hvernig hann sigrar.
  • Efnilegur Kóreumaður: Choi Doo-Ho berst sinn fyrsta UFC bardaga annað kvöld, ári eftir að hann samdi við samtökin. Choi var að margra mati einn af efnilegustu fjaðurvigtarmönnum heims utan UFC og verður gaman að sjá hvað hann annað kvöld. Af 11 sigrum hans hafa átta komið eftir rothögg.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags en fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular