Þann 6. desember mun Birgir Þór Stefánsson keppa um titil í Muay Thai. Bardaginn fer fram í Danmörku og verður titilbardagi.
Birgir Þór Stefánsson (4-2) frá VBC MMA er nú staddur í Danmörku við nám en æfir einnig Muay Thai af krafti samhliða náminu. Birgir mun keppa um sinn fyrsta titil en bardaginn fer fram í 70 kg flokki. Mótið er haldið í Ringsted og mun klúbburinn Maeng-ho halda mótið. Mótið er haldið sem danska meistaramótið í Muay Thai.
Andstæðingur Birgis, Younes Sadi, er mjög reyndur og keppti einnig á heimsmeistaramótinu í Muay Thai fyrir þremur mánuðum.
Við óskum Birgi góðs gengis og munum flytja fréttir af bardaga hans.
Latest posts by Brynjar Hafsteinsson (see all)
- Magnús ‘Loki’ keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga í mars - February 28, 2018
- 2017: Bestu bardagar ársins - January 7, 2018
- Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 218 - December 1, 2017