spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Holohan vs. Smolka

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Holohan vs. Smolka

paddy-holohan-louis-smolka-ufc-fight-night-76

Það var búið að stilla upp þéttri MMA dagskrá með úrvals bardaga í þungavigt og mjög áhugaverðum bardaga í léttvigt. En allt kom fyrir ekki og hafa örlögin hafa verið grimm við íbúa Dyflinnar.

Fyrst meiddist Stipe Miocic og svo fékk Joseph Duffy heilahristing aðeins þremur dögum fyrir bardagakvöldið. 

Það sem eftir stendur eru lókal stjörnur sem nú þurfa að stíga fram í sviðsljósið nokkrum árum fyrr en eðlilegt hefði verið. Með fullri virðingu fyrir Paddy Holohan og Louis Smolka þá er þetta einn lakasti aðalbardagi í sögu UFC. Hvorugur þeirra er í topp 15 á styrkleikalista UFC og eru báðir tiltölulega óþekkt nöfn. Þessi bardagi er þó stórt tækifæri fyrir þá báða til að koma nafni sínu á framfæri. Förum yfir helstu ástæður til að horfa á þetta breytta bardagakvöld.

  • Holohan gegn Smolka ætti að skila miklum hasar: Þó svo að þessir tveir séu ekki enn orðin stór nöfn þá eru þeir mikil efni og með svipaðan stíl. Báðir berjast af miklum ákafa og gera lítið af að tefja. Á pappír virkar þetta nokkuð jafn bardagi en hann ætti að verða skemmtilegur.
  • Írar! Það rennur írskt blóð í æðum Íslendinga. Þegar Írar keppa, sérstaklega á Írlandi, flykkjast heimamenn í höllina og styðja sína menn með látum. Stemningin ætti því að vera rafmögnuð en þetta kvöld keppa fimm Írar.
  • Tveir ósigraðir mætast í veltivigt. Daninn Nicolas Dalby mætir Englendingnum Darren Till þetta kvöld. Þeir eru samtals með ferilskrána 27-0. Báðir hafa þegar unnið einn bardaga í UFC. Eins og sagt er „somebody´s O must go“.
dalby
Nicholas Dalby rotar Sergei Churilov
  • Nokkrir efnilegir á uppleið. Ef kafað er dýpra í þetta bardagakvöld má finna nokkra áhugaverða bardagamenn sem gætu orðið stórir í framtíðinni. Einn þeirra er ósigraði Englendingurinn Tom Breese sem kemur úr æfingabúðum snillingsins Firas Zahabi. Hann mætir sjálfum Cathal Pendred sem er erfitt próf fyrir hvern sem er. Svo má nefna Stevie Ray sem er efnilegur bardagakappi frá Skotlandi. Hann er fyrrum Cage Warriors meistari og hefur nú sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi.
  • Bubba ‘The Fighting Texas Aggie’ Bush er að keppa. Hver er hann? Hvaðan kom hann? Það skiptir bara engu máli með þetta stórkostlega nafn.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 17:15 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 20 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tom-Breese-body-kick
Tom Breese kann að sparka
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular