spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Hunt vs. Mir

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Hunt vs. Mir

hunt mirÍ kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Brisbane í Ástralíu þar sem stóru kallarnir Mark Hunt og Frank Mir eigast við. Það eru kannski ekki stærstu nöfnin á kvöldinu en samt sem áður má þar finna nokkra áhugaverða bardaga.

  • Rothöggsvélin Mark Hunt: Síðast þegar Mark Hunt barðist í Brisbane mætti hann Antonio ‘Bigfoot’ Silva í einum besta bardaga í sögu þungavigtarinnar. Bardaginn endaði með jafntefli eftir fimm blóðugar lotur og er það síðasti bardagi Hunt sem farið hefur í dómaraákvörðun. Hunt hefur síðan þá rotað þá Roy Nelson og fyrrnefndan Bigfoot er þeir mættust aftur en sjálfur tapað eftir rothögg fyrir þeim Stipe Miocic og Fabricio Werdum. Á morgun mætir hann Frank Mir og er spurning hvort við fáum enn eitt rothöggið á morgun?
  • Hvernig mun Hector Lombard líta út? Hector Lombard snýr aftur í kvöld eftir eins árs keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hinn 38 ára Lombard hefur sigrað alla þrjá bardaga sína síðan hann fór niður í veltivigt (sigurinn á Burkman var þó dæmdur ógildur eftir að hann féll á lyfjaprófinu). Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur til leiks í kvöld eftir bannið og hvort það verði einhver munur á honum.
  • Kemst Magny í titilbaráttuna: Neil Magny hefur farið hamförum á undanförnum tveimur árum og sigrað níu af síðustu tíu bardögum sínum í UFC. Magny hefur sigrað sterka andstæðinga á borð við Erick Silva og Kelvin Gastelum síðan hann tapaði fyrir Demian Maia. Takist honum að sigra Hector Lombard verður hann kominn í þéttskipaða titilbaráttuna í sterkasta flokki UFC.
  • Tveir efnilegir mætast: Hinn 21 árs Jake Matthews er spennandi strákur í léttvigtinni. Matthews mætir Johny Case en sá síðarnefndi hefur sigrað alla fjóra bardaga sína í UFC þó nokkuð lítið hafi farið fyrir honum. Case er ekki síður efnilegur en Matthews enda bara 26 ára gamall en báðir sýna stöðugar framfarir í hvert sinn sem þeir berjast. Þetta verður sennilega einn af betri bardögum kvöldsins. Hvor er betri á þessum tímapunkti ferilsins?

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 23 á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular