spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Lineker vs. Dodson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Lineker vs. Dodson

ufc-portlandUFC er með lítið bardagakvöld í Portland í kvöld. Það er ekki mikið um stór nöfn á bardagakvöldinu en þó alltaf hægt að finna eitthvað áhugavert.

  • Bombur í bantamvigtinni: Aðalbardagi kvöldsins er sá langbesti í kvöld og er meira að segja besti bardagi mánaðarins að okkar mati. Báðir kepptu þeir í fluguvigt en eru núna í bantamvigtinni. Lineker hefur verið á mikilli siglingu og unnið fimm bardaga í röð. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður ‘Hands of Stone’ enda með rosalegan kraft í höndunum. Að auki er hann með mjög harða höku. Dodson er líka mjög höggþungur en er sneggri. Þessir menn gætu því auðveldlega sveiflað leðri í stuttan tíma og skapað frábæra skemmtun fyrir okkur áhorfendur.
  • 10 í röð hjá Will Brooks? Fyrrum Bellator meistarinn Will Brooks berst sinn annan bardaga í UFC í kvöld. Hann mætir Alex Oliveira sem var nokkrum pundum of þungur í vigtuninni í gær og má ekki vera meira en 175 pund í bardaganum í kvöld. Þetta er bardagi sem Will Brooks á að vinna ef hann er einn af þeim bestu í léttvigtinni líkt og hann vill meina. Sigur í kvöld yrði hans 10. í röð og ætti að opna dyr fyrir stærri bardaga.
  • Kemst Fili í góðan fýling? Andre Fili hefur skipts á að vinna og tapa í sínum sex bardögum í UFC. Bardagar hans eru þó yfirleitt skemmtilegir og hefur hann aðeins einu sinni farið allar þrjár loturnar í UFC. Fili þarf að detta í gang í kvöld því hann mætir Hacran Dias í kvöld sem er í 12. sæti styrkleikalista UFC. Fili æfir hjá Team Alpha Male og kom inn í UFC með miklar væntingar. Fili þarf að eiga gott kvöld ef hann ætlar ekki að fá tvö töp í röð. Nær hann að láta ljós sitt skína í kvöld?
  • Er UFC að fá einn efnilegan í þungavigtina? Curtis Blaydes er 25 ára nýgræðingur í þungavigtinni. Blaydes tapaði í frumraun sinni í UFC og var það hans fyrsta tap á ferlinum. Allir fimm sigrar Blaydes eru eftir tæknilegt rothögg og verður áhugavert að sjá hvort hann næli sér í sinn fyrsta sigur í UFC í kvöld. 25 ára þungavigtarmenn í UFC eru ekki á hverju strái og verður áhugavert að sjá hvað hann muni sýna í kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular