spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Dollaway

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Dollaway

dollaway machida plakatÍ kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Barueri, Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og C.B. Dollaway en þetta er síðasta UFC bardagakvöld ársins. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að láta þetta framhjá þér fara.

  • Hvað gerir Lyoto Machida? Það er alltaf gaman að sjá Lyoto Machida en þegar Machida berst er aldrei að vita nema við fáum glæsilegt rothögg. Í kvöld mætir hann C.B. Dollaway sem hefur nokkuð óvænt sigrað fjóra af síðustu fimm bardögum og verið á góðri siglingu. Hann er þó helst þekktur fyrir fellurnar sínar og verður áhugavert að sjá hvort að Machida nái að lauma inn góðu gagnhöggi þegar Dollaway skítur inn líkt og gegn æfingafélaga Dollaway, Ryan Bader.
  • Renan Barao snýr aftur: Renan Barao náði vigt í gær slysalaust og berst gegn Mitch Gagnon í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Barao síðan í maí er hann tapaði bantamvigtartitlinum til TJ Dillashaw. Þeir áttu þó að mætast aftur í ágúst en hætt var við bardagann aðeins sólarhring fyrir bardagann þar sem Barao féll í yfirlið við að skera niður. Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leik í kvöld og munu mörg augu beinast að honum.
  • Erick Silva: Hefur þú séð leiðinlegan bardaga með Erick Silva? Svarið er nei! Allir bardagar hans eru frábær skemmtun og nokkuð sem bardagaáhugamenn ættu alls ekki framhjá sér fara. UFC ferill Silva hefur einkennst af glæsilegum sigrum og erfiðum ósigrum. UFC virðist annað hvort gefa honum óþekktan andstæðing sem Silva gengur frá á svipstundu eða topp 10 andstæðing þar sem Silva tapar. Andstæðingurinn annað kvöld er óþekktur og megum við búast við glæsilegu rothöggi frá Silva.
  • Fylgstu með: Renato Carneiro og Yuta Sasaki eru að stíga sín fyrstu spor í UFC. Sasaki hengdi Roland Delorme eftir aðeins mínútu í sínum fyrsta bardaga og mætir annað kvöld Leandro Issa. Þessi 25 ára Japani sigraði ADCC Trials (úrtökumót fyrir ADCC mótið) í Asíu árið 2013 og ætti því að kunna eitt og annað í gólfglímunni. Carneiro er ósigraður í níu bardögum og mætir Finnanum Tom Niinimaki í sínum fyrsta UFC bardaga.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 í nótt en fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti.

dollaway machida vigtun

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular