spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Magny vs. Gastelum

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Magny vs. Gastelum

magny gastelumÍ kvöld fer fram UFC Fight Night 78 þar sem þeir Kelvin Gastelum og Neil Magny mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið fer fram í Monterrey í Mexíkó.

  • Á Gastelum heima í veltivigtinni? Kelvin Gastelum var skipað að fara upp í millivigtina eftir að hafa ítrekað ekki náð veltivigtartakmarkinu. Hann barðist einn bardaga í millivigt en grátbað um að fá að fara aftur í veltivigtina. Hann fékk ósk sína uppfyllta og mætir Neil Magny á morgun. Vandamál hans með vigtina verða að vera úr sögunni ætli hann sér að vera áfram í veltivigtinni. Hvernig mun hann líta út í kvöld?
  • Mikilvægur bardagi í veltivigt: Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur fyrir veltivigtina. Áður en Gastelum var skipað að fara upp í millivigt var hann í fínni stöðu í veltivigtinni. Nú er öldin önnur og er hann nú í 15. sæti. Sigri hann á morgun mun hann væntanlega fara hátt upp þrátt fyrir að Magny sé einungis í 13. sæti styrkleikalistans. Sigur Gastelum gæti því haft dálítil áhrif á röðina í veltivigt.
  • Sanchez í fjaðurvigtinni: Ricardo Lamas mætir Diego Sanchez í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Sanchez hefur ekkert barist síðan hann vann Ross Pearson í júlí 2014 eftir afar umdeilda dómaraákvörðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sanchez vinnur með umdeildum hætti og að margra mati ætti hann að vera á fimm bardaga taphrynu. Þetta verður fyrsti bardaginn hans í fjaðurvigt en hann hóf ferilinn sinn í millivigt UFC. Bardaginn á morgun verður erfiður en engu að síður verður áhugavert að sjá Sanchez í fjaðurvigtinni.
  • Auðveldur sigur fyrir Lamas? Ricardo Lamas er af mörgum talinn einn af þeim bestu í fjaðurvigtinni. Það er langt síðan Diego Sanchez var meðal þeirra bestu í léttvigtinni og ætti hann að vera lítil fyrirstaða fyrir Lamas. Það verður þó erfitt fyrir Lamas að klára bardagann enda Sanchez aðeins með eitt tap eftir rothögg en öll önnur eru eftir dómaraákvörðun.
  • Hver verður næsti andstæðingur Demetrious Johnson? Henry Cejudo mætir Jussier Formiga og mun sigurvegarinn að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í fluguvigtinni.
  • Skemmtilegur úrslitabardagi: Þetta kvöld fara fram úrslitabardagar TUF Latin America 2 í léttvigt og veltivigt. Bardaginn í léttvigt er talinn lofa góðu enda tveir skemmtilegir bardagamenn þar á ferð.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Áskrifendur að Fight Pass geta horft á bardagakvöldið í heild sinni (þeir sem búa á Íslandi).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular