Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaJón Viðar: Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana

Jón Viðar: Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir munu á morgun keppa í úrslitum Evrópumótsins í MMA. Þrátt fyrir miklar þolraunir undanfarna daga er ástandið á þeim gott.

Þetta er í fyrsta sinn sem IMMAF, International MMA Federation, heldur Evrópumót og er mótið afar stórt. Um 180 keppendur frá 30 löndum eru skráðir til leiks og er mótið stærra en heimsmeistaramótið sem IMMAF hélt í annað sinn í sumar.

Sunna mætir Anja Saxmark frá Svíþjóð á morgun. Sú sænska vann heimsmeistarmótið sem fram fór í sumar og ljóst er að um afar sterkan andstæðing er að ræða. Saxmark sigraði einn bardaga með uppgjafartaki í 3. lotu og annan á dómaraákvörðun.

Bjarki Þór mætir Dorian Dermendzhiev frá Búlgaríu. Bjarki hefur klárað alla bardaga sína, þrjá með uppgjafartaki og einn með tæknilegu rothöggi. Hinn búlgarski hefur einnig klárað alla bardaga sína, alla með uppgjafartaki í 1. lotu! Þrjá bardagana hefur hann klárað með „guillotine“ hengingu.

„Við Árni [Ísaksson, þjálfari] munum skoða andstæðingana í kvöld,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, um andstæðingana.

Bardaginn á morgun verður fimmti bardaginn hans Bjarka á fjórum dögum og sá þriðji hjá Sunnu. Þrátt fyrir alla bardagana segir Jón Viðar að ástandið á þeim sé gott. „Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana. Það sér ekki á Bjarka þrátt fyrir fjóra bardaga og sama með Sunnu. Þau hafa sloppið mjög vel enda eru þau með frábæra tækni og eru í svakalega góðu formi með sterkan hug.“

Keppnin hefst kl 11 og er áætlað að Sunna byrji um 11:30.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular