Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Bjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins |
spot_img
Sunday, April 20, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins

Bjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins

bjarki þór immaf 3
Bjarki Þór. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fóru fram í dag og átti Ísland þrjá fulltrúa þar. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir eru bæði komin í úrslit.

Bjarki Þór mætti Bretanum Hardeep Rai. Bjarki sigraði með tæknilegu rothöggi í 3. lotu en hann hafði mikla yfirburði í bardaganum. Bjarki stjórnaði Rai í gólfinu og sigraði örugglega. Hann er því komin í úrslitin sem fara fram á morgun. Þetta var fjórði bardaginn hans á þremur dögum og hefur hann farið hamförum á mótinu.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Árni Ísaksson, Sunna og Jón Viðar. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætti hinni tékknesku Michaela Dostalova. Sunna var að hafa betur standandi og lagðist Dostalova á bakið (guard pull). Sunna komst fljótt í „mount“ þar sem hún raðaði inn höggunum þangað til dómarinn stoppaði þetta í fyrstu lotu. Sunna sigraði því með tæknilegu rothöggi og er komin í úrslit!

Sunna mætir Anja Saxmark frá Svíþjóð á morgun í úrslitunum.

Síðastur af Íslendingunum í dag var Pétur Jóhannes Óskarsson. Hann mætti Irman Smajic frá Svíþjóð í þungavigt. Eftir að hafa reynt að fara í fellu náði Smajic taki á hálsi Péturs og læsti standandi „guillotine“ hengingu. Pétur tappaði út og sigraði Svíinn eftir 1:56 í fyrstu lotu.

Þau Sunna Rannveig og Bjarki Þór eru því komin í úrslit í sínum flokkum sem er ótrúlegt afrek. Bjarki Þór keppir í veltivigt sem er stærsti flokkur mótsins en Sunna Rannveig keppir í fluguvigt.

Bjarki Þór með fellu. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Bjarki Þór með fellu. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið