spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 19

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 19

Rashad-Evans-Glover-TeixeiraÍ kvöld fer fram UFC on Fox 19 bardagakvöldið í Flórída. Margir bardagar hafa breyst vegna meiðsla en engu að síður eru nokkrar ástæður til að horfa á í kvöld.

  • Endurkoma Khabib: Eftir tveggja ára fjarveru mun Khabib Nurmagomedov loksins snúa aftur í búrið. Ítrekuð meiðsli hafa haldið honum frá keppni en nú fáum við loksins að sjá hann berjast aftur. Nurmagomedov er síðasti maðurinn sem vann núverandi meistara, Rafael dos Anjos, og telja margir að hann geti endurtekið leikinn fái hann tækifæri til. Í kvöld mætir hann nýliðanum Darrel Horcher eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, dró sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hvernig mun hann líta út á morgun eftir langa fjarveru? Verður hann í sama formi og síðast eða verður hann ryðgaður? Við munum komast að því í kvöld.

khabib

  • Rashad Evans áfram á niðurleið? Khabib Nurmagomedov er kannski sá bardagamaður sem flestir eru spenntastir fyrir að sjá í kvöld en það má ekki gleyma sjálfum aðalbardaganum. Í aldraðri léttþungavigtinni mætast þeir Rashad Evans og Glover Teixeira. Evans er orðinn 36 ára gamall, leit ekki vel út í síðasta bardaga og spurning hversu mikið hann eigi eftir. Bardaginn í kvöld á eftir að segja okkur mikið um hvar hann stendur í dag.
  • Næsti áskorandi í strávigt kvenna: Einn mikilvægasti bardagi kvöldsins með tilliti til titilbaráttu er viðureign Rose Namajunas og Tecia Torres. Sigurvegarinn hér mun væntanlega fá næsta titilbardaga eftir að þær Joanna Jedrzejczyk og Claudia Gadelha hafa útkljáð sín mál. Þetta er í annað sinn sem þær mætast en þá fór Torres með sigur af hólmi. Getur Rose Namajunas hefnt fyrir tapið?
  • Beneil Dariush minnir á sig: Íraninn Beneil Dariush hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara þrátt fyrir að vera 6-1 í UFC. Dariush hefur þó allt til brunns að bera til að ná langt í UFC. Hann hefur tekið gífurlegum framförum hjá Kings MMA að undanförnu og sýnt stórbætt sparkbox. Fyrir var hann frábær BJJ-maður og verður gaman að sjá hann gegn Michael Chiesa í kvöld.
  • Ekki gleyma: Cub Swanson snýr aftur í kvöld eftir árs fjarveru þegar hann mætir Hacran Dias. Swanson hefur tapað tveimur í röð og þarf á sigri að halda. Omari Akhmedov, sem Gunnar Nelson sigraði árið 2014, mætir Elizeu Zaleski dos Santos í fyrsta bardaga kvöldsins og verður gaman að sjá hann aftur. Þá mun John Dodson snúa aftur í bantamvigtina eftir dvöl í fluguvigtinni og mætir hann Manny Gamburyan í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:30 á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular