spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Lewis vs. Browne

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Lewis vs. Browne

Núna um helgina fer fram lítið UFC kvöld í Halifax í Kanada. Eins og oft er með svona kvöld þá virka þau þunn á yfirborðinu en leyna á sér þegar kafað er dýpra.

Það eru ekki mörg stór nöfn á bardagakvöldinu en oft skila þessi minni kvöld ansi mörgum rothöggum. Bardagakvöldið fer fram á sunnudagskvöldið en kíkjum á helstu ástæður til að horfa á herlegheitin.

  • Er Derrick Lewis einn af þeim bestu? Fyrir nokkrum vikum sáum við Francis Ngannou fá tækifæri gegn stóru nafni og standast prófið með glans. Nú er röðin komin að Derrick ‘The Black Beast’ Lewis til að sýna og sanna að hann sé einn af topp tíu bestu í heiminum í þungavigt. Á sama tíma þarf Travis Browne líka að sanna sig eftir slæmt gengi að undanförnu. Í fimm lotu bardaga gæti hann notað fellur og þreytt hinn stóra Lewis en Lewis á það til að standa bara upp þegar honum sýnist og láta bombur falla. Þetta verður fróðlegt.

  • Nýr Johny Hendricks? Eins og allir MMA aðdáendur vita hefur Johny Hendricks verið að tapa stríði við vigtina undanfarin ár. Nú berst hann í millivigt eftir þrjú töp í röð í veltivigt. Spurningin er því, er þetta það sem hann þurfti eða er hann einfaldlega búinn að vera? Andstæðingurinn er líka fyrrum veltivigtarmaður, Hector Lombard, en báðir geta rotað og báðir þurfa að stíga upp eftir dapurt gengi.

  • Rothögg! Við höfum öll gaman af góðum bardögum en við viljum líka sjá þá enda á afgerandi hátt áður en flautað er til leiksloka. Aðalbardagi þessa kvölds er í þungavigt sem strax eykur líkurnar á rothöggi enda eru langflestir sigrar bæði Derrick Lewis og Travis Browne eftir rothögg. Svo erum við með hressa kappa eins og Hector Lombard, Sam Sicilia, Paul Felder, Santiago Ponzinibbio og Thiago Santos sem allir leita að rothögginu.

  • Zahabi bróðir fær tækifæri: Yngri bróðir MMA þjálfarans virta Firas Zahabi berst sinn fyrsta bardaga í UFC annað kvöld. Aiemann Zahabi er 6-0 í MMA og hefur klárað alla bardaga sína. Það eru margir spenntir fyrir því að sjá hann á morgun og verður athyglisvert að sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.

Eins og áður segir fer bardagakvöldið fram á sunnudagsnóttu en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Allir bardagar kvöldsins verða aðgengilegir bardagaaðdáendum hér heima á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular