spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á úrslit TUF 19 í kvöld

Nokkrar ástæður til að horfa á úrslit TUF 19 í kvöld

TUF_19Í kvöld fara fram úrslit The Ultimate Fighter 19 þáttaraðarinnar. Þessi viðburður hefur dvalið í skugga UFC 175, sem fór fram síðastliðna nótt, en þrátt fyrir það eru nokkrir spennandi bardagar á dagskrá. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessu.

B.J. Penn færir sig niður um tvo þyngdarflokka og keppir loks í réttum þyngdarflokki

Það hefur loðað við B.J. Penn allan sinn feril að hann leggi ekki nægilega hart að sér og að hann sé í raun að keppa í röngum þyngdarflokki. Þetta sást bersýnilega í síðasta bardaga hans gegn Rory MacDonald þar sem Penn var einfaldlega allt of lítill. Hann hefur meira að segja keppt við fyrrverandi léttþungavigtarmanninn Lyoto Machida árið 2005.

Það er í raun ótrúlegt að Penn hafi ekki fært sig niður í fjaðurvigtina fyrr og spurningin er hvort hann geti gert einhvern usla í þeim þyngdarflokki. Hann hefur þó ekki unnið í fjögur ár, eða síðan hann sigraði Matt Hughes árið 2010, og tap gegn Edgar myndi að öllum líkindum þýða eftirlaun fyrir B.J. Penn.

Robert Drysdale keppir í fyrsta sinn í UFC

Robert Drysdale er einn allra besti BJJ kappi heims og vann meðal annars opna flokkinn á ADCC árið 2007 þar sem hann sigraði Marcelo Garcia með D’arce henginu, auk þess sem hann sigraði heimsmeistaramótið í -94 kílóa flokki árið 2005. Margir hafa því beðið eftir UFC frumraun hans með eftirvæntingu. Drysdale hefur unnið alla sex bardaga sína í fyrstu lotu með uppgjafartaki en þessir bardagar hafa þó allir verið gegn minni spámönnum. Spurningin er hvort þessi heimsklassa BJJ kappi sé nægilega fjölhæfur til að keppa við þá bestu í léttþungavigtinni í UFC.

Tveir ungir og efnilegir mætast: Justin Scoggins gegn Dustin Ortiz

Justin Scoggins er aðeins 22 árs gamall en hefur þrátt fyrir það unnið 9 atvinnumannabardaga í MMA og er með 21-0 bardagaskor í sparkboxi. Hann hóf að æfa karate þriggja ára og skín það í gegn í stílnum hans sem einkennist af óhefðbundnum spörkum. Hann býr einnig yfir góðum glímuhæfileikum og sýndi felluhæfileika sína í fyrsta bardaga sínum í UFC þar sem hann sigraði í fyrstu lotu. Fyrsti bardagi hans í UFC átti upprunalega að vera gegn Dustin Ortiz en breytt var um andstæðing á síðustu stundu af óljósum ástæðum.

Dustin Ortiz er 25 ára og æfir með Anthony Pettis og félögum hjá Roufusport og er sem stendur númer 13 í fluguvigtinni á styrkleikalista UFC. Hann er öllu þekktara nafn en Scoggins og hefur keppt við sterka fluguvigtarkappa á borð við Ian McCall og John Moraga, en tapaði reyndar fyrir þeim báðum. Hann hefur sigrað 13 bardaga og aðeins tapað þremur og því ljóst að bæði Scoggins og Ortiz eru á uppleið, óháð því hvernig þessi bardagi fer.

 

 

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular