Wednesday, May 8, 2024
HomeForsíðaNokkur óvenjuleg atvik frá 2013

Nokkur óvenjuleg atvik frá 2013

Á árinu 2013 áttu sér stað margir frábærir bardaga og ógleymanleg augnablik. Hver man ekki eftir frábærum “armbar” hjá Anthony Pettis gegn Ben Henderson um léttvigtar titilinn? Það voru þó nokkur óvenjuleg atriði sem áttu sér stað á árinu og hér rifjum við nokkur þeirra upp.

Skemmtilegasta tístið

Tim Kennedy átti að berjast við Lyoto Machida á UFC Fight for the troops 3 en Machida var færður í annan bardaga gegn Mark Munoz.
Hvað gerir þú þá? Þú skorar auðvitað á alla í millivigt UFC.

Hér eru nokkrir gullmolar.

overeem cungle camozzi

 

diazTweet

Fyndnasta tæknin

Daniel Cormier fær þann vafasama heiður að eiga fyndnustu tæknina. Á UFC 166 mættust þeir Frank Mir og Daniel Cormier. Sá síðarnefndi sigraði örugglega eftir dómaraúrskurð. Cormier sýndi öllum sem vildu sjá hversu klár hann væri að sparka og var Frank Mir gríðarlega ánægður með spörk hans.

Lélegasta bardagaskorið

Dustin Pague fær þann vafasama heiður að vera með lélegasta bardagaskor í UFC með 11 sigra en 9 töp. Pague hefur fundið leið sína fimm sinnum í UFC búrið en aðeins komið einu sinni út með sigur. Þess má geta þó að sumir bardaganna hafa verið teknir með stuttum fyrirvara.

Óvenjulegasta rothöggið

Það er aldrei skemmtilegt að vera rotaður og ekkert sem ætti að grínast með en þetta rothögg hér að neðan er eitt það skrítnasta sem sést hefur í MMA. Derrick Mehmen rotaði Rolles Gracie í WSOF 5 í september á þessu ári. Eflaust muna einhverjir eftir því að Rolles Gracie á einn bardaga að baki í UFC en þá tapaði hann fyrir Joey Beltran og þótti standa sig það illa að samningi hans var rift eftir aðeins þennan eina bardaga.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular