Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaRothögg ársins 2013

Rothögg ársins 2013

Mörg glæsileg rothögg litu dagsins ljós á árinu en hér koma þau 10 bestu að okkar mati. Það eru nokkur flott rothögg sem vantar svo sem rothögg Wanderlei Silva gegn Brian Stann og rothögg Vitor Belfort gegn Dan Henderson en þessi 10 stóðu upp úr.

10. Yoel Romero vs. Clifford Starks – UFC on Fox 7

Yoel Romero kom í UFC frá Strikeforce með hvelli! Eftir aðeins 1:32 í fyrsta bardaga sínum í átthyrningnum hafði hann rotað Cliffor Starks með fljúgandi hnésparki.

9. Nate Diaz vs. Gray Maynard – TUF 18 Finale

Gray Maynard átti ekki gott ár en hann var rotaður í báðum bardögum sínum á árinu.

8. Jeremy Stephens vs. Rony Jason – UFC Fight Night: Belfort vs. Henderson

Jeremy Stephens sigraði Rony Jason eftir aðeins 40 sekúndur með þessu svakalega rothöggi.

7. Shogun Rua vs. James Te Huna – UFC Fight Night: Hunt vs. Bigfoot

Shogun sýndi ógnvænlegan kraft í þessu rothöggi á Te Huna. Shogun hefur verið að vinna með boxþjálfaranum snjalla, Freddie Roach.

6. Mark Hunt vs. Stefan Struve – UFC on Fuel TV: Silva vs. Stann

Þvílkt högg og þvílíkur hæðarmunur á mönnum! Kjálkinn á Struve fór í tvennt við þetta högg, í alvöru tvennt, sjá röntgen mynd hér að neðan.

Röntgen af kjálkanum á Struve eftir bardagan.

5. Chris Weidman vs. Anderson Silva – UFC 162

Kannski ekki tilburðarmesta rothögg sem maður hefur séð, en þegar það er verið að rota Anderson Silva af minni spámanni, þá öðlast þetta högg allt aðra og dýpri merkingu!

4. Roy Nelson vs. Cheick Kongo – UFC 159

Ég veit ekki með ykkur en ég dýrka þennan “haymaker” hans Roy! Þeir mættust á UFC 159 þegar Roy Nelson var að koma til baka eftir tap gegn Werdum.

3. Junior Dos Santos vs. Mark Hunt – UFC 160

Sleggjupartý hjá þessum þungavigtarmönnum sem endaði með ótrúlegu hringsparki undir lok bardagans.

2. Vitor Belfort vs. Luke Rockhold – UFC on FX: Belfort vs. Rockhold

Fyrsti bardagi Strikeforce meistarans Luke Rockhold í UFC og ekki var tekið vel á móti honum. Hringspark í hausinn sem rotar hann í fyrstu lotu.

1. Antonio “Bigfoot” Silva vs Alistair Overeem – UFC 156

93% aðdáenda hélt að Overeem væri að fara að inn í auðveldan bardaga gegn Bigfoot, en svo varð alls ekki raunin!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular