Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTíu bestu uppgjafartök ársins 2013

Tíu bestu uppgjafartök ársins 2013

179162145-431x288

Nú þegar árið er að enda er við hæfi að rifja upp bestu uppgjafartök ársins 2013. Mörg afdrifarík tök sáust í búrinu á þessu ári. Sum höfðu aukið vægi vegna þess að fórnarlambið var ólíklegt, sum létu titla skipta um hendur og sum voru ný eða sjaldséð og komu á óvart. Oft sáum við þó bara bestu glímumenn heims sýna hversu mikilvægt það er að hafa grundvallaratriðin á hreinu. Ótrúlegt en satt þá komu þrjú af uppgjafartökunum á þessum lista á sama viðburði, UFC 157.

10. Fabricio Werdum vs. Antonio Rodrigo Nogueira – UFC on Fuel TV 10: Nogueira vs. Werdum

Fabricio Werdum og Antonio Rodrigo Nogueira eru án vafa einhverjir albestu BJJ-menn í þungavigtardeildinni svo sigur með uppgjöf í þessum bardaga var mikil fjöður í hattinn. Werdum náði “armbar” eftir 2:41 í annarri lotu.

9. Ronda Rousey vs. Liz Carmouche – UFC 157

Rousey náði armbar eftir 4:49 í fyrstu lotu gegn Carmouche og vann þannig fyrsta kvennabardagann í UFC á sama hátt og alla aðra bardaga hennar fram til þessa. Þetta var ekki bara gott “armbar” heldur líka glæsileg byrjun á kvennaflokknum í UFC.

8. Chael Sonnen vs. Mauricio „Shogun“ Rua – UFC Fight Night 26: Shogun vs. Sonnen

Fullkomin “guillotine” henging hjá Sonnen eftir 4:47 í fyrstu lotu. Eftir tvö töp í röð veitti Sonnen ekki af sigri og með því að ná að hengja Shogun sýndi hann að hann væri enn ógn.

7. Ronaldo Souza vs. Chris Camozzi – UFC on FX 8: Belfort vs. Rockhold

Chris Camozzi átti aldrei séns gegn Souza í gólfinu og það tók Souza ekki nema 3:37 að sigra fyrsta UFC bardaga sinn með uppgjöf.

6. Rose Namajunas vs. Kathina Catron – Invicta FC 5

Rose Namajunas byrjaði annan atvinnumannabardaga sinn með því að reyna fljúgandi armbar. Kathina Catron var ekki viðbúin því og Namajunas sigraði bardagann á 12 sekúndum. Stórglæsilegt uppgjafartak og ekki voru fagnaðarlætin mikið síðri.

5. Michael Chandler vs. Rick Hawn – Bellator 85

Michael Chandler, léttvigtarmeistari Bellator, varði titilinn með grimmdarlegu “rear naked choke” gegn Ólympíufaranum Rick Hawn þegar þeir mættust í janúar. Uppgjöfin kom eftir 3:07 í annarri lotu.

4. Josh Burkman vs Jon Fitch – WSOF 3

Josh Burkman kom öllum á óvart þegar hann sigraði Jon Fitch í frumraun Fitch í WSOF. Að hann skyldi sigra hann með uppgjafartaki kom sérstaklega á óvart og að hann skyldi ná að svæfa Fitch var með ólíkindum. Burkman tætti Fitch í sig á aðeins 41 sekúndu.

3. Urijah Faber vs. Ivan Menjivar – UFC 157

Urijah Faber hefur verið óstöðvandi árið 2013 og unnið fjóra bardaga, þar af þrjá með uppgjafartaki. Af þeim er uppgjafartakið sem hann náði gegn Ivan Menjivar eftir 4:34 í fyrstu lotu glæsilegast.

2. Kenny Robertson vs. Brock Jardine – UFC 157

Flottasta uppgjöfin á UFC 157 var kneebar-takið sem Kenny Robertson náði á Brock Jardine eftir 2:57 í fyrstu lotu. Þetta var mjög sérstakt og sjaldséð tak og það kom Jardine greinilega jafn mikið á óvart og öllum öðrum.

1. Anthony Pettis vs. Benson Henderson – UFC 164

Glæsilegasta uppgjafartak ársins er “armbar” sem Anthony Pettis smellti á Benson Henderson eftir 4:31 í fyrstu lotu á UFC 164. Þetta var annar sigur hans á léttvigtarmeistaranum þáverandi og með þessum sigri sannaði Pettis að hann væri sá besti í léttvigt UFC og klófesti loks beltið langþráða. Pettis sýndi yfirburði standandi og um leið og hann lenti á bakinu skellti hann “armbar” á Henderson, sem varð að gefast upp munnlega.

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular