Nú um helgina mun opna ný Bardagahöll Reykjanesbæjar á Smiðjuvöllum. Sérstök opnunarhátíð verður haldin um helgina af því tilefni.
Í Bardagahöllinni verða sér salir fyrir taekwondo, box og svo júdó/BJJ og er þetta mikil stækkun fyrir glímuna og taekwondo deildina. Húsnæðið er í kringum 1000 fermetrar og verður aðstaðan því með besta móti.
Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni. Föstudaginn 7. september kl. 18 verður íþróttasálfræðingurinn Hreiðar Haraldsson með fyrirlestur. Fyrirlesturinn ber heitið Andlegur styrkur og kostar ekkert að mæta á hann en gestir eru beðnir um að skrá sig á þessum hlekk.
Á laugardegi og sunnudegi eru svo æfingabúðir með fyrrum Ólympíumeistara og núverandi bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í taekwondo, Dongmin Cha. Æfingabúðirnar verða opnar öllum og verða ókeypis en það þarf hins vegar að skrá sig á þær hér.
Á laugardeginum verða svo æfingabúðir í brasilísku jiu-jitsu sem kallast Berjumst með börnunum. Þar verður átta tíma kennsla með átta mismunandi íslenskum þjálfurum. 5.000 kr. kostar á æfingabúðirnar en námskeiðsgjöld renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. Nánar verður fjallið um æfingabúðirnar síðar í vikunni og þá er hægt að skoða viðburðinn hér.