spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNýjar vigtunarreglur í Kaliforníu

Nýjar vigtunarreglur í Kaliforníu

Íþróttasamband Kaliforníu ríkis (The California State Athletic Commission eða CSAC) samþykkti nú á dögunum tíu atriða áætlun í tengslum við niðurskurð fyrir MMA bardaga. Fyrsta bardagakvöldið sem lúta þarf þessum nýju reglum verður UFC 214 þar sem Jon Jones mætir Daniel Cormier öðru sinni.

Samkvæmt nýju reglunum verða bardagamenn sektaðir um 20% af öllum launum sínum sem þeir fá við sigur nái þeir ekki vigt. Þeir sem ítrekað ná ekki vigt verður vísað í næsta þyngdarflokk fyrir ofan en óljóst er nákvæmlega hvernig það á að virka.

Ein af breytingunum er sú að bardagamenn verða vigtaðir á degi bardaga og ef hann eða hún hefur þyngst um meira en sem nemur 10% frá fyrri vigtun verður lagt til að viðkomandi flytji sig upp um þyngdarflokk.

Keppi bardagamaður í 170 punda veltivigt og vigti sig 170 pund (77,1 kg) daginn fyrir bardagann má hann ekki bæta of miklu á sig daginn eftir. Daginn eftir ætti hann að vera undir 187 pundum (84,8 kg), annars mun íþróttasambandið mæla með að bardagamaðurinn fari upp í 185 punda millivigt. Aftur þá er óljóst hvernig þetta mun koma til framkvæmda og hvort bardagamenn geti hundsað ráðgjöf íþróttasambandsins um ókomna tíð.

Hluti af þessari nýju áætlun eru nokkrir nýjir þyngdarflokkar sem bætast við en eins og er liggur ekki fyrir að þessum flokkum verði bætt við hjá UFC eða Bellator. Tilgangurinn með þessum lið er ekki skýr en gefur þó samböndum aukið svigrúm.

„Hagsmunaaðilar tóku þátt í þessu ferli. Bardagasamtökin sjá þetta einnig sem vandamál, þetta er ekki bara einhliða frá okkur. Þetta er vandamál fyrir bardagasamtökin og er vandamál fyrir alla bardagasenuna,“ segir Andy Foster, yfirmaður CSAC. Þó bardagasamtökin styðji þessa tillögu þurfa þau ekki að setja á stokk nýju þyngdarflokkana.

CSAC mælir einnig með að bardagamenn verði vigtaðir 30 dögum fyrir bardaga og 10 dögum fyrir bardaga til að fylgjast með vigt þeirra eins og WBC gerir í boxinu. Þannig geta íþróttasambönd, bardagasamtök og læknar séð hvort það sé heilsusamlegt og öruggt fyrir bardagamenn að keppa í ákveðinni þyngd.

„Ef við erum með bardagamann sem á að keppa í 155 pundum en er 195 pund 30 dögum fyrir bardagann þarf að láta lækna og bardagasamtökin vita hvort það sé sæmandi fyrir bardagann eða ekki.“ Foster vill þó alls ekki að íþróttamenn séu að skera niður fyrir þessa 30 og 10 daga vigtanir.

Áætlunin á að taka gildi þann 15. júní en UFC 214 (29. júlí) verður fyrsti stóri viðburðurinn sem fer fram eftir að áætlunin tekur gildi.

CSAC hefur verið leiðandi afl í að koma í veg fyrir stóra niðurskurði og er þetta enn eitt skrefið sem þeir taka. ACB (Association of Boxing Commissions and Combative Sports) mun taka 10 skrefa áætlunina fyrir á ársþingi sínu í júlí. Hugsanlega munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið eftir ársþingið.

Atriðin tíu má sjá í skjalinu hér að neðan sem nefndin sendi frá sér.

Heimild: MMA Fighting

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular