Fyrstu miðarnir á boxbardaga Conor McGregor og og Floyd Mayweather eru komnir í sölu. Eins og við var að búast eru miðarnir ekki ódýrir.
Í gær hóf TicketOffices.com sölu á sínum miðum (þriðji aðili) en formlega miðasalan er ekki hafin. Vefurinn er með miða á nokkrum svæðum til sölu en ódýrustu miðarnir kosta 2.000 dollara (202 þúsund íslenskar krónur). Gólfsætin kosta um 90.000 dollara (9,1 milljón íslenskra króna).
Eins og áður segir er formlega miðasala ekki enn hafin. Bardaginn á að fara fram í T-Mobile höllinni þann 26. ágúst en rapparinn Ice Cube var þegar búinn að bóka höllina þann dag fyrir BIG3 körfuboltadeildina. Búist er við að Mayweather Promotions (sem stendur á bakvið bardagann) nái samkomulagi við BIG3 deildina á næstunni og mun þá BIG3 væntanlega færa sig svo bardaginn geti farið fram í T-Mobile höllinni.
Hér má sjá mynd af miðaverðina hjá TicketOffices.com en Champions vefurinn greindi frá.
Here are your ticket prices for #MayweatherMcGregor … I hope you’ve saved up those pennies ??? pic.twitter.com/gJW6Fikw00
— Jim Edwards (@MMA_Jim) June 17, 2017