spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaOmari Akhmedov er sambó meistari, en hvað er sambó?

Omari Akhmedov er sambó meistari, en hvað er sambó?

Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Omari Akhmedov, er meistari í sambó en hvað er sambó?

Sambo er skammstöfun fyrir SAMozashchita Bez Oruzhiya en fyrir þá sem eru ekki vel að sér í rússnesku þá þýðir það nokkurn veginn „sjálfsvörn án vopna“. Sambó er samblanda af mörgum bardagaíþróttum líkt og MMA en byrjaði þó fyrst sem glímuíþrótt.

Þrenns konar útfærslur eru til af sambó en þær eru “Sport Sambo”, “Freestyle Sambo” og “Combat Sambo”. Í öllum útfærslum íþróttarinnar er keppt í júdó toppi að ofan en stuttbuxum að neðan (sjá mynd). Grípa má í júdó gallann en aldrei má grípa í stuttbuxur. Það má kasta, líkt og þekkist í júdó, og sækja í lappir eins og í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling). Því eru sambó keppendur öllu vanir þegar kemur að köstum og fellutilraunum í lappir eins og t.d. “double leg”.

Fedor Emelianenko að sigra í Combat Sambo.

Sport Sambo: Í Sport Sambo er hægt að sigra með kasti ef sá sem kastar er enn standandi. Það er einnig hægt að sigra með lásum en aðeins beinir fótalásar og handalásar (armbar, kimura o.s.fr.) eru leyfðir, hengingar eru ekki leyfðar. “Closed guard” er bannað þar sem það er talið vera töf.

Freestyle Sambo: Mun frjálsara þegar kemur að uppgjafartökum en heningartök eru leyfileg og sömuleiðis lásar sem setja þrýsting á háls eða snúa upp á höfuð (e. neck crank). Fleiri fótalásar eru leyfðir en í hvorugri greininni má beita uppgjafartaki í standandi viðureign.

Combat Sambo: Nútímavæðing hefur átt sér stað innan sambó og er Combat Sambo útkoman. Combat Sambo er nauðalíkt MMA eins og við þekkjum það í dag. Högg, spörk, hengingar, lásar og högg í gólfinu er leyft en stigakerfið er líkt og í Sport Sambo. Engin stig eru veitt fyrir högg en ef keppandi er kýldur niður er það skorað líkt og kast. Í öllum þremur útfærslunum er tíminn á gólfinu takmarkaður.

Omari Akhmedov, næsti andstæðingur Gunnars Nelson, er héraðsmeistari Dagestan í Combat Sambo. Dagestan er gríðarlega öflugt þegar kemur að bardagaíþróttum (en nánar má lesa um það hér) og því gríðarlegt afrek að vera meistari þar. Akhmedov er „International Master of Sports in Sambo“ sem má líkja við að vera með brúna beltið í BJJ.

Þó að Combat Sambo sé líkt MMA ríkja þar mismunandi reglur. Í Combat Sambo er takmarkaður tími á hversu lengi bardagamaður getur athafnað sig í gólfinu. Einnig eru þeir með með höfuðhlífar, legghlífar og í júdó galla að ofan. Margir frábærir MMA kappar koma frá sambó og má þar helst nefna einn besta bardagamann allra tíma, Fedor Emelianenko. Aðrir þekktir MMA kappar með sambó bakgrunn eru Aleksander Emelianenko, Khabib Nurmagomedov, Andrei Arlovski og Rustam Khabilov. Þess má til gamans geta að fyrrum forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, er titlaður sem „Grand Master“ í sambó sem má líkja við að vera með svarta beltið í BJJ. Það er ljóst að sambó er gríðarlega öflugur bakgrunnur fyrir MMA en nánari útlistun á styrkleika og veikleika íþróttarinnar birtist á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular