Sá orðrómur gengur nú um á Twitter að Jon Jones muni ekki keppa á UFC 187 þann 23. maí. Samkvæmt orðrómnum er þetta ekki vegna meiðsla.
Samkvæmt FrontRowBrain og BloodstainLane á Twitter er Jon Jones dottinn úr UFC 187 viðureign sinni gegn Anthony Johnson. Fréttirnar eru ekki staðfestar en þessir tveir aðilar hafa gefið það frá sér að hafa áreiðanlega heimildamenn um málið.
Fyrstu fregnir komu frá BloodstainLane:
This is not about an injury, this is about a possible crime and jail time. I will pray for my brother Jon, hope it isn’t true.
— The Holy HEEL: BSL (@BloodstainLane) April 26, 2015
FrontRow Brian sagði þetta svo fyrir örfáum mínútum
LATEST ON JON JONES. is in custody in ABQ. 3 car accident.Ran red light. Allegedly under the influence. Jones ran from scene. Cocaine found
— FrontRowBrian® (@FrontRowBrian) April 26, 2015
Og bætti við:
There’s also a rumor Jones struck a vehicle driven by a pregnant woman. I have no information on anyone’s condition. — FrontRowBrian® (@FrontRowBrian) April 26, 2015
Enn er of snemmt að segja með vissu um hvort orðrómurinn sé á rökum reistur. FrontRowBrian er umdeildur innan MMA heimsins en þykir áreiðanlegur. Við munum flytja ykkur frekari fregnir þegar meira kemur í ljós.