Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC sendir frá sér yfirlýsingu vegna Jon Jones

UFC sendir frá sér yfirlýsingu vegna Jon Jones

Jon JonesEins og við greindum frá í gær hóf orðrómur göngu sína á Twitter að Jon Jones myndi ekki berjast á UFC 187. Nú hefur UFC sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem og lögreglan í Albuquerque.

Yfirlýsing UFC er svo hljóðuð: „Við erum meðvituð um að lögreglan í Albuquerque vilji ræða við Jon Jones vegna hugsanlegra tengsla hans við bílslys. Við erum að safna upplýsingum um málið og munum ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en þeim hefur verið aflað.“

Jon Jones býr og æfir í Albuquerque, Nýju-Mexíkó, þar sem slysið átti sér stað. Lögreglan í Albubuquerque sagði svo þetta á Twitter í gær:

Síðar í gær bættu þeir við yfirlýsinguna. 

Eins og staðan er núna er Jones einungis grunaður um að hafa flúið vettvang eftir bílslys. Lögreglan í Albuquerque hefur ekki náð í Jones eða lögfræðing hans og því er málið enn í lausu lofti.

FrontRowBrian var sá sem greindi fyrstur frá bílslysinu en hann heldur því nú fram að Twitter aðgangur hans hafi verið hakkaður.

Málið er allt hið undarlegasta en nokkrir MMA fréttamiðlar fullyrtu í gær að hætt hafi verið við bardaga Jones og Johnson á UFC 187. Þessir miðlar drógu síðar fullyrðingu sína til baka.

Glenn Robinson, umboðsmaður Anthony Johnson, hefur ekkert heyrt frá UFC um málið. Að hans vitund fer bardagi Johnson og Jones fram þann 23. maí eins og áætlað er.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular