0

Óþekktur Breti kemur í stað Gunnars og mætir Neil Magny í Liverpool

Erfiðlega hefur gengið fyrir UFC að fá staðgengil fyrir Gunnar Nelson gegn Neil Magny. 27 ára Breti fær sinn fyrsta UFC bardaga gegn Neil Magny í Liverpool.

Eftir að Gunnar Nelson meiddist og þurfti að draga sig úr bardaga sínum gegn Neil Magny hefur UFC leitað að andstæðingi í stað Gunnars. Erfiðlega hefur gengið að finna staðgengil og hefur UFC nú samið við Craig ‘The Thundercat’ White (14-7) til að berjast gegn Magny.

White fær risa bardaga í frumraun sinni en Neil Magny er á topp 10 styrkleikalistanum í UFC. White er kannski ekki með besta bardagaskorið en hann hefur unnið átta af síðustu tíu bardögum sínum.

Magny vonaðist eflaust eftir stærra nafni en virðist þó vera sáttur með að fá bardaga. Jorge Masvidal reyndi að fá bardagann gegn Magny en gat þó ekki farið neðar en 180 pund með um það bil þriggja vikna fyrirvara. Magny sagðist til í það en UFC var ekki til í að samþykkja að tveir 170 punda veltivigtarmenn myndu berjast í 180 pundum.

UFC bardagakvöldið í Liverpool fer fram sunnudaginn 27. maí.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.