spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓvæntur aðalbardagi í Madison Square Garden

Óvæntur aðalbardagi í Madison Square Garden

Enn vantar aðalbardaga kvöldsins á UFC 230 í Madison Square Garden í nóvember. Nú segir blaðamaður ESPN að aðalbardagi kvöldsins verði titilbardagi á milli Valentinu Shevchenko og Sijara Eubanks.

Þetta þykja afar óvænt tíðindi ef sönn reynast. Brett Okomoto segir þetta koma beint frá Dana White, forseta UFC.

Valentina Shevchenko er sem stendur með staðfestan bardaga gegn Joanna Jedrzejczyk um lausan fluguvigtartitil kvenna. Þessi tíðindi þýða að bardagi Shevchenko hefur verið færður um mánuð og fær hún Sijara Eubanks í staðinn. Ekki er vitað hvers vegna Joanna verður ekki lengur í bardaganum gegn Shevchenko. Shevchenko átti að mæta Nicco Montano í september um fluguvigtartitil kvenna en þegar Montano mætti ekki í vigtun var Montano svipt titlinum.

Sijara Eubanks átti að keppa gegn Montano fyrr á þessu ári sem úrslitabardagi 26. seríu TUF og fyrsti titilbardaginn í fluguvigtinni. Eubanks, rétt eins og Montano á UFC 228, lenti hins vegar í erfiðleikum með niðurskurðinn og gat ekki keppt. Nú fær Eubanks titilbardaga með mánaðar fyrirvara.

Eubanks hefur unnið einn bardaga í UFC og er 3-2 á ferli sínum í MMA. Hún er afar óþekkt og talsvert óþekktari en fyrrum strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk. Þess má geta að bardaginn er ekki enn staðfestur af hálfu UFC.

Joe Rogan, lýsandi hjá UFC, sagði fyrr í dag að hann vissi ekki einu sinni hver Eubanks er.

Þeir Nate Diaz og Dustin Poirier mætast í léttvigtarbardaga á kvöldinu og hafa báðir reynt að gera bardagann að 165 punda titilbardaga. Áhuginn hefur ekki verið gagnkvæmur hjá UFC.

Þetta er í þriðja sinn sem UFC heimsækir Madison Square Garden en í fyrsta sinn sem UFC hélt bardagakvöld þar voru það Conor McGregor og Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins en í fyrra sáum við Georges St. Pierre og Michael Bisping í aðalbardaganum í MSG.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular