spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPabbi Stipe Miocic laus við krabbamein sama dag og Stipe vann titilinn

Pabbi Stipe Miocic laus við krabbamein sama dag og Stipe vann titilinn

Laugardagurinn 17. ágúst var ansi þýðingarmikill fyrir Stipe Miocic. Miocic endurheimti þungavigtartitilinn og fékk frábærar fréttir af pabba sínum.

Stipe Miocic var í vandræðum framan af gegn Daniel Cormier. Í 4. lotu náði hann nokkrum góðum skrokkhöggum og kláraði svo Cormier með tæknilegu rothöggi.

Miocic tapaði titlinum til Cormier í fyrra og endurheimti hann því beltið síðasta laugardag. Eftir bardagann fékk Stipe þær gleðifréttir að pabbi hans væri laus við krabbamein. Dagurinn var því sannarlega frábær hjá Stipe en myndband af símtali Stipe og pabba hans má sjá í nýjasta Thrill and the Agony myndbandi UFC (símtalið byrjar eftir 2:49)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular