spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPaulie Malignaggi segir að viðræður séu hafnar um bardaga gegn Conor

Paulie Malignaggi segir að viðræður séu hafnar um bardaga gegn Conor

Paulie Malignaggi heldur áfram að tala um Conor McGregor. Nú heldur hann því fram að viðræður séu komnar af stað um mögulegan box bardaga þeirra á milli.

Paulie Malignaggi er fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum og starfar nú sem lýsandi hjá Showtime. Malignaggi hætti í mars á þessu ári og hefur getið sér gott orð sem lýsandi á undanförnum árum.

Hann var fenginn inn sem æfingafélagi fyrir Conor McGregor í undirbúningi Írans fyrir Floyd Mayweather bardagann í ágúst. Eftir að myndir af æfingum þeirra fóru á netið yfirgaf Malignaggi æfingabúðirnar í fússi og hefur ítrekað tjáð sig um Conor McGregor síðan þá.

Núna heldur hann því fram að viðræður séu komnar af stað um mögulegan box bardaga þeirra á milli. „Ég veit að Al Haymon [umboðsmaður] er í viðræðum við Dana White. Ég veit að þeir eru að tala saman. Ef þeir vilja sjá bardagann munu þeir láta verða af því,“ sagði Paulie Malignaggi.

„Þessi bardagi mun borga honum [Conor] mun meira, hann fær meiri athygli, þetta er stærsti bardaginn sem hann á möguleika á núna. Það er enginn Mayweather bardagi, þetta er stærsti mögulegi bardaginn. Eina sem stendur í vegi fyrir þessum bardaga er ef þessi gæji hefur ekki hreðjarnar í það. Það kæmi mér ekki á óvart þar sem hann er ekki með hreðjar.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular