0

Edson Barboza býst við að berjast við Khabib í desember

Edson Barboza á von á því að mæta Khabib Nurmagomedov á UFC 219 í desember. Barboza segist hafa samþykkt að mæta Khabib og nú bíður hann eftir undirskrift Khabib.

Margir af bestu bardagamönnum léttvigtarinnar eru án bardaga þessa stundina og ríkir nokkur spenna fyrir hver mætir hverjum næst. Conor McGregor mun að öllum líkindum snúa aftur í búrið á næstu mánuðum þó óvíst sé hver næsti andstæðingur hans verður.

Khabib Nurmagomedov vonast eftir að fá bardaga gegn nýkrýndum bráðabirgðarmeistara Tony Ferguson en Dana White, forseti UFC, hefur þegar sagt að Ferguson mæti Conor McGregor næst. Khabib taldi það vera um 80% líkur á að hann berjist á UFC 219 þann 30. desember og svo gæti farið að Edson Barboza verði andstæðingur hans.

Í nýlegu viðtali sagði Edson Barboza að UFC hefði boðið sér að berjast við Khabib. „Þeir buðu mér þennan bardaga og ég samþykkti. Ég verð tilbúinn þann 30. desember og nú bíðum við eftir honum. Sjáum til hvað hann gerir. Ég sá í viðtalinu við hann að muni aðeins berjast við mig ef Conor mætir Ferguson. Dana White hefur nú þegar sagt að sú verði raunin þannig að ég trúi því að ég fái Khabib,“ sagði Barboza.

Þetta gæti orðið frábær bardagi ef af honum verði. Barboza hefur glímt við axlarmeiðsli að undanförnu en er nú reiðubúinn að snúa aftur í búrið. Barboza hefur sigrað þrjá bardaga í röð (gegn Anthony Pettis, Gilbert Melendez og Beneil Dariush) og var síðasti sigur hans einfaldlega magnaður.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply