Pearl Gonzalez fær að keppa þrátt fyrir að íþróttasamband New York fylkis hafi ætlað að banna henni það fyrr í dag.
Forseti UFC, Dana White, greindi frá þessu fyrr í kvöld.
Pearl Gonzalez mætir Cynthia Calvillo á UFC 210 sem fer fram annað kvöld. Bardagakvöldið fer fram í Buffalo í New York ríki og ætlaði íþróttasamband New York fylkis (New York State Atletic Commission) að banna henni að keppa vegna brjóstapúða hennar. Þessar fréttir fékk hún beint eftir vigtunina og komu verulega á óvart.
Gonzalez talaði við fjölmiðla eftir hafa fengið leyfið til að keppa.
Gonzalez says she was told by the commission after the weigh-in that she would not fight.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 7, 2017
Gonzalez said the UFC got the commission in touch with her doctor to get her cleared.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 7, 2017
Gonzalez said she disclosed on her medical form she had surgery and never lied about it. Was only told after the weigh-in they were barred.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 7, 2017
Þetta mál hefur fengið þónokkra athygli en bardagi hennar og Calvillo er annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 210.