Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPereira fékk stærsta POTN bonus í sögu UFC

Pereira fékk stærsta POTN bonus í sögu UFC

Alex Periera sigraði Jiri Prochazka með rothöggi á laugardaginn var þegar þeir mættust á UFC 303. Þetta var í annað skiptið sem að Alex Pereira tekur að sér main event bardaga með stuttum fyrirvara, síðast á UFC 300, þar sem að hann sigraði einnig með rothöggi en fékk ekki bónusgreiðslu fyrir. 

Samkvæmt þjálfara Alex Pereira, Plino Cruz, ákvað Dana White að gefa Alex Pereira 303.000 $ Performance of the night bónus fyrir frammistöðuna sína gegn Jiri Prochazka. Það samsvarar tæplega 42.3 milljónum króna.

Alex Pereria var óhress með að hafa ekki fengið bónusinn þegar hann rotaði Jamal Hill á UFC 300, en Dana hafði þá lofað öllum 300.000$ bónus fyrir Performance of the Night. Dana White hefur því séð sóma sinn í því að bæta upp fyrir UFC 300 – En flestir voru sammála um að Pereira hafði átt skilið bonus fyrir glæsilegt rothögg það kvöld. 

Dana White lagði til að Pereira myndi kaupa sér sportbíl fyrir bonusinn, en Pereira hyggst ætla að kaupa sér Cybertruck ef marka má orð þjálfarans. Alex Pereira heldur áfram að vaxa, dafna og þróast. Næsta stopp er Cyber-Alex Pereira.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular