Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentPlakatið fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor

Plakatið fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor

Boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor var loksins staðfestur í gærkvöldi. Bardaginn fer fram þann 26. ágúst en Showtime birti í gær plakatið fyrir bardagann.

Örfáum klukkustundum eftir að bardaginn var staðfestur birti Showtime formlega plakatið fyrir bardagann. Um 12 lotu boxbardaga er að ræða en bardaginn verður háður í 154 pundum.

Bardaginn fer fram á Pay Per View kvöldi Showtime sjónvarpsstöðvarinnar og verður venjulegt boxkvöld en Mayweather Promotions stendur á bakvið viðburðinn.

Í gegnum söguna hafa plakötin í þessum risa bardögum verið eftirminnileg og má segja að nokkuð vel hafi tekist til með plakatið fyrir bardaga Floyd og Conor.

Margir aðdáendur hafa spreytt sig á plakatinu og má sjá nokkur hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular