spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRafael dos Anjos vill mæta Robbie Lawler á UFC 200

Rafael dos Anjos vill mæta Robbie Lawler á UFC 200

rafael_dos_anjos_beltLéttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos hefur lýst yfir áhuga á að berjast við veltivigtarmeistarann Robbie Lawler á UFC 200 í sumar.

„Ég veit ekki hver plön UFC eru en ég er hér til að berjast við alla. Ég gæti barist í veltivigt líka ef þeir [UFC] þurfa,“ sagði dos Anjos í The MMA Hour á mánudaginn.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Robbie Lawler. Ef UFC vantar einhvern til að berjast um veltivigtartitilinn er ég til.“

Það má segja að dos Anjos sé að taka blaðsíðu úr bók Conor McGregor enda ætlaði fjaðurvigtarmeistarinn McGregor að skora á léttvigtarmeistarann áður en dos Anjos meiddist. Dos Anjos er enn í gifsi eftir fótbrot en býst við að geta barist á UFC 200.

„Ég er búinn að vera í þessu sporti í 12 ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég dreg mig úr bardaga. Ég mæti alltaf en því miður braut ég fótinn fyrir þennan bardaga.“

Eftir að hafa séð Diaz sigra McGregor var tvennt sem fór í gegnum huga dos Anjos. „Ég veit að Conor er góður bardagamaður en ég held að ég geti farið verr með hann en Nate gerði. Ég hef þegar sigrað Nate. Það hefði verið fínt að fá bardagann. Allir elska peninga en peningar skipta mig ekki öllu máli.“

Dos Anjos fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að hann dró sig úr bardaganum og segir að það hafi verið erfitt. „Það er alltaf einhver sem talar illa um þig en ég hef mína stuðningsmenn sem styðja mig. Og af hverju ætti ég að vera hræddur við hann [Conor]? Ég hef unnið betri gæja en hann. En þessi maður..þetta hefur verið erfitt þar sem ég er mjög virkur og er að toppa núna og ég er tilbúinn að berjast en er meiddur á fæti. Ég hef mikla orku og mig langar að gera hluti en ég get það ekki alveg strax. Það er í lagi samt. Ég kem aftur eftir fjórar til fimm vikur og er til í að berjast á UFC 200.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular