spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRafael dos Anjos nennir engu orðastríði við Robbie Lawler

Rafael dos Anjos nennir engu orðastríði við Robbie Lawler

Rafael dos Anjos er mjög feginn því að þurfa ekki að taka þátt í skítkasti og orðastríði við sinn næsta andstæðing, Robbie Lawler. Bardaginn er afar mikilvægur fyrir veltivigtina enda líklegt að sigurvegarinn fái næsta titilbardaga.

Rafael dos Anjos mætir Robbie Lawler í aðalbardaga kvöldsins Á UFC on FOX 26 þann 9. desember í Kanada. Báðir bardagamenn eru þekktir fyrir að vera tiltölulega rólegir utan búrsins og er dos Anjos mjög þakklátur fyrir rólegt yfirbragð Lawler utan búrsins. Menn eins og Colby Covington hafa ítrekað skorað á dos Anjos og reynt að hrauna yfir hann á samfélagsmiðlum en það mun Lawler aldrei gera.

„Bestu gæjarnir eru framar í goggunarröðinni en þessi nýja kynslóð reynir að drulla yfir aðra á samfélagsmiðlum til að komast framar,“ sagði dos Anjos við The TSN MMA Show.

„Ég er ánægður með þennan bardaga gegn Robbie þar sem það er ekkert skítkast. Þetta er bardagi tveggja karlmanna og þannig vil ég hafa þetta. Við tjáum okkur þegar búrinu hefur verið lokað. Við tjáum okkur með hnefunum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular