0

Gunnar Nelson fellur niður í 13. sæti á styrkleikalistanum

Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Darren Till tók hástökk upp listann sem varð til þess að nokkrar breytingar áttu sér stað.

Darren Till átti magnaðan sigur á Donald Cerrone um síðustu helgi. Fyrir bardagann var hann ekki á topp 15 listanum en hefur núna stökkið upp í 8. sæti. Á sama tíma fellur Cerrone niður um þrjú sæti og situr nú í 9. sæti.

Það þýðir að okkar maður fellur niður um eitt sæti rétt eins og Santiago Ponzinibbio, Neil Magny, Kamaru Usman, Dong Hyun Kim og Alex Oliveira. Þá fellur Mike Perry af topp 15 listanum.

Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply