spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRagnar Sigurðsson: "Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá löppina"

Ragnar Sigurðsson: “Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá löppina”

Ragnar_SigurðssonKnattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson, leikmaður FC Copenhagen í Danmörku, var viðstaddur UFC 168 um síðustu helgi í Las Vegas. Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um varði Ronda Rousey bantamvigtartitil sinn gegn Miesha Tate og Chris Weidman varði millivigtartitil sinn eftir að Anderson Silva fótbrotnaði.

Hvernig var stemningin í höllinni? Þetta var eitt besta bardagakvöld fyrr og síðar í UFC þannig að það var mikil stemning. Höllin troðfull og fólk að hvetja sína menn áfram. Á aðal kortinu var enginn bardagi sem fór í dómaraákvörðun þannig að það var nóg af rothöggum. Það var gjörsamlega allt tryllt þegar Rousey – Tate bardaginn var og allir að styðja Tate en baulað á Rousey.

Hvernig var að vera á staðnum þegar þetta hræðilega fótbrot átti sér stað hjá Anderson Silva? Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá löppina. Ég sá endursýninguna á skjánum og drullaði mér svo út. Ég var búinn að hlakka mikið til að sjá Silva rústa Weidman og taka beltið aftur en svo endaði þetta svona. Þetta var alveg skelfilegur endir á annars frábæru bardagakvöldi sem hafði allt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular