Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaUmdeildustu atvik ársins

Umdeildustu atvik ársins

Mörg umdeild atvik áttu sér stað á þessu ári sem voru á milli tannanna á fólki en þetta eru þau fimm umdeildustu að okkar mati.

fallon fox

5. Fallon Fox

Fallon Fox er líklega fyrsti kynskiptingur í MMA. Eftir tvo atvinnumanna bardaga þá kom Fox fram og sagðist vera kynskiptingur. Deilur spruttu upp strax af hverju hún fengi að keppa gegn kvenmönnum.

Þó eru skiptar skoðanir á málinu. UFC bantamvigtar meistarinn Ronda Rousey telur að Fox hafi líkamlega yfirburði yfir kvenmönnum þar sem hún hafi beinabyggingu karla. Eric Vilain, læknir við háskólan í Los Angeles, sagði í viðtalið við “Time” tímaritið að Fox væri í raun með minni vöðvastyrk, aumari bein og hærri fituprósentu en karlmenn. Hann sagði þó að kynskiptingar gætu hugsanlega verið sterkari en aðrir kvenmenn. Fox væri þó líklegast með lægra testósterón en aðrir kvenmenn og hún sagði sjálf að hún væri aumari en margar stelpur sem hún æfir með. Eftir að Fallon Fox tapaði í október á þessu ári varð þessi umræða mun lægri.

4. Bellator og Eddie Alvarez

Léttvigtar meistarinn Eddie Alvarez fór í hart nú á árinu við núverandi atvinnuveitanda sinn, Bellator. Alvarez tapaði titli sínum í fyrra gegn Michael Chandler og var þar með samningslaus. UFC bauð honum frábæran samning en Bellator er með mjög vafasöm ákvæði í samningum sínum fyrir bardagamenn. Þetta ákvæði segir að þeir megi jafna alla samninga sem önnur bardagasamtök bjóða þeim innan árs frá því að samningurinn rann út. Sé samningurinn jafngildur þarf bardagamaðurinn að semja aftur við Bellator.

Svo fór að Bellator og Eddie Alvarez þurftu að útkljá ágreining sinn með dómstólum en þeir dæmdu Bellator í hag. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur þetta umdeilda mál þá er hægt að lesa um það hér. Bellator hlaut mikla gagnrýni fyrir þessa málsmeðferð en þetta er ekki eina dæmið um vafasama samninga þar á bæ. Bellator getur ekki talist heillandi staður fyrir upprennandi bardagamenn vegna þessa.

UFC Fight Night: Palhares v Pierce

3. Rousimar Palhares

Fyrrverandi UFC millivigtar skrímslið Rousimar Palhares er einn umtalaðasti bardagamaður ársins 2013. Palhares vann sér það þó ekki inn með góðri frammistöðu eða framlögum til líknarmála.

Eftir að hafa verið rotaður af Hector Lombard og farið í bann fyrir steranotkun þá ákvað Palhares að fara niður um þyngdarflokk. Hann mætti Mike Pierce þann 9. október og var það fyrsti bardagi hans í veltivigtinni. Eftir 31 sekúndu í fyrstu lotu náði Palhares í sinn fræga “heel hook”. Pierce gaf til kynna að hann vildi hætta með því að “tappa út” en Palhares sleppti ekki lásnum. Dómarinn stökk inn þegar Pierce var búin að tappa í 2 sekúndur og en Palhares hélt lásnum aðeins lengur.

Phalares hefur orðið uppvís að óíþróttamannslegri framkomu áður en 2010 sleppti hann ekki sama fótalás gegn Thomasz Drwal og fékk hann 90 daga bann fyrir vikið. Á ADCC 2011 sýndi hann afar undarlega framkomu og hélt þar “heel hook” lengur en nauðsynlegt þykir og því er þetta ekki einstakt tilvik hjá Palhares.

Lásinn á Pierce var eina uppgjafartak kvöldsins en Phalares fékk ekki verðlaunabónus fyrir lásinn því UFC vildi ekki gefa honum verðlaun fyrir svo óíþróttamannslega hegðun. Nokkrum dögum seinna var Palhares rekinn úr UFC.

2. Umdeildar dómaraákvarðanir

Tvær gríðarlega umdeildar dómaraákvarðanir litu dagsins ljós á árinu. Fyrst sigraði Jon Jones hinn sænska Alexander Gustafsson eftir dómaraákvörðun en margir voru á því að Gustafsson hafi unnið bardagann. Enn umdeildari dómaraákvörðun átti sér stað í þegar George St. Pierre sigraði Johny Hendricks. Lang flestir töldu að Hendricks hefði gert nóg til að sigra bardagann í augum dómaranna en þeir voru á öðru máli og dæmdu St. Pierre sigur. Fleiri umdeildar dómaraákvarðanir áttu sér stað en þessar tvær standa upp úr.

belfort-rockhold
Belfort TRT-ar Rockhold

1. Vitor Belfort og TRT gengið

Vitor Belfort hefur verið mikið á milli tanna aðdáenda á árinu. Eftir að hafa tapað gegn Jon Jones á árinu 2012 þá hefur allt annað verið uppá teningnum árið 2013. Belfort hefur sigrað 3 bardaga á árinu, allir eftir glæsileg rothögg. Það sem gerir Belfort umdeildan er notkun hans á TRT (Testasterone Replacement Therapy). Margir þekktir bardagamenn notast við TRT og má þar nefna Chael Sonnen, Quinton “Rampage” Jackson, Frank Mir og Dan Henderson.

Við skulum þó byrja fyrst á hvað er TRT og hvað gerir það? TRT er meðferð fyrir menn sem eru með of lágt testósterón í líkamanum. Þeir eiga við það vandamál að stríða að líkami þeirra framleiðir ekki nógu mikið af hormónum fyrir sjálfan sig svo þeir þurfa utan aðkomandi hjálp. Algengasta ástæðan fyrir meðferðinni er ofnotkun á sterum en þó eru aðrar óalegngar ástæður fyrir meðferðinni svo sem að eistun framleiði ekki hormóna.

TRT deilunni er langt frá því að vera lokið og vilja sumir að það verði alfarið bannað í UFC. Það má þó segja að TRT sé ekki að rota menn inn í búrinu heldur sé það Belfort. TRT getur þó klárlega hjálpað honum milli bardaga og þá sérstaklega í sambandi við meiðsli og æfingarálag. Dana White og UFC þurfa í raun að koma með skýrar reglur í sambandi við TRT. Þeir sem hafa misnotað stera í gegnum lífið þurfa að horfast í auga við það sjálfir án þess að fá hjálp frá læknum.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular