UFC tilkynnti í gær að Rashad Evans sé meiddur og geti ekki barist þann 22. febrúar á UFC 170. Bardaginn átti að vera næst síðasti bardagi kvöldsins en ekki er enn ljóst hvort að Cormier fái andstæðing í tæka tíð.
Evans meiddist á hné en meiðslin eru ekki talin alvarleg og mun Evans jafna sig á fjórum vikum. UFC var tilbúið að færa bardagann á UFC 172 en Cormier hefur ekki áhuga á að bíða svo lengi, hann vill berjast þann 22. febrúar. Þetta átti að verða fyrsti bardagi Cormier í léttþungavigt en hann hefur hingað til barist í þungavigt. Cormier lýsti því yfir að hann hefði æft gríðarlega vel fyrir þennan bardaga og er ekki tilbúinn að hætta við að berjast á bardagakvöldinu. Chael Sonnen gæti stigið upp en hann á nú þegar að berjast við Wanderlei Silva í sumar og því alls óvíst hvort að Cormier fái Sonnen.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Ronda Rousey og Sara McMann og verður forvitnilegt að sjá hversu mörg “pay per view” þær ná að selja ef Cormier fær ekki andstæðing. Eins og staðan er núna er næst síðasti bardagi kvöldsins milli Demian Maia og Rory MacDonald.
*Uppfært*
UFC hefur samið við Patrick Cummins, 4-0, en hann kemur í stað Rashad Evans og mætir Daniel Cormier í næst síðasta bardaga kvöldsins. Cummins er líkt og Cormier vanur glímumaður en hann hlaut “All-American” nafnbótina tvisvar á ferli sínum í háskólaglímunni. Hér er einn bardagi með honum gegn ekkert sérstökum andstæðing.