Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaGamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn DaMarques Johnson 29.9.2012

Gamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn DaMarques Johnson 29.9.2012

Gunnar Nelson UFC RotterdamÞað styttist í næsta bardaga Gunnars Nelson og því ætlum við að rifja upp nokkra eftirminnilega bardaga með honum á næstu dögum.

Það var fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan sem hópur Íslendinga gerði sér ferð til Nottingham á Englandi í þeim tilgangi að sjá Gunnar Nelson berjast í UFC fyrstan Íslendinga. Þetta var stór stund og söguleg, eittvað sem margir höfðu beðið lengi eftir.

Andstæðingur Gunnars átti upphaflega að vera Þjóðverjinn Pascal Krauss sem svo meiddist. Rich Attonito var nefndur í kjölfarið en hann hætti fljótlega við. Það var að lokum Bandaríkjamaðurinn DaMarques Johnson sem samþykkti bardagann með innan við tveggja vikna fyrirvara. Johnson er vel þekktur af UFC aðdáendum. Hann barðist tíu sinnum í UFC og lenti í öðru sæti í The Ultimate Fighter þáttunum. Johnson er alhliða góður bardagamaður, höggþungur en líka seigur á gólfinu.

Gunnar hafði ekki barist í sjö mánuði en virtist taka þessu stóra tækifæri af þeirri ró og yfirvegun sem hann er þekktur fyrir. Hér er viðtal tímaritsins Fighters Only við Gunnar fyrir bardagann:

Sú staða kom upp fyrir bardagnn að Johnson náði ekki 170 punda takmarkinu. Því var ákveðið að bardaginn skyldi vera háður í “catchweight” í 175 pundum. Að enda var Johnson langt frá því að ná 175 punda takmarkinu og var 183 pund þegar hann steig á vigtina en Gunnar 175.

Bardaginn sjálfur. Gunnar gengur inn í höllina og Íslendingahópurinn gjörsamlega springur. “Gunni, Gunni, Gunni” ómar um höllina.

Gunnar byrjar bardagann á hægra hásparki sem kom Johnson á óvart. Í kjölfarið sparkar Gunnar með hliðarsparki í hné Johnson en þetta er tækni sem Jon Jones hefur notað talsvert. Markmiðið er að setja óþægilega spennu á hné andstæðingsins sem veldur bæði sársauka og kemur honum úr jafnvægi. Gunnar notar tækifærið sem sparkið lagði upp og keyrir Johnson upp við búrið, nær Johnson niður og kemst fljótlega í “half guard”. Johnson kemur hins vegar á óvart, snýr sér og ógnar Gunnari með tækni sem kallast “omaplata” og er axlalás. Til að klára tæknina þarf Johnson að festa lásinn, ná stjórn á líkama Gunnars og setjast upp til að setja pressu en Johnson nær ekki stjórn á líkama Gunnars. Gunnar verst hins vegar hárrétt og nær að stíga yfir höfuð Johnson og kemst þar með úr vandræðum.

Gunnar stjórnar Johnson í kjölfarið úr “side control”, kemst í “mount” og ógnar með höggum. Johnson snýr sér, Gunnar tekur bakið og ógnar með “rear naked choke”. Gunnar eykur pressuna með því að setja upp “body triangle” sem felst í því að læsa löppunum yfir maga andstæðingsins sem setur pressu á hrygginn og getur verið mjög sársaukafullt sérstaklega þegar andstæðingurinn snýr niður sem er nákvæmlega það sem Gunnar lætur Johnson gera. Gunnar nær að krækja hendinni undir hökuna, snýr Johnson við og klárar henginguna. Jonson gefst upp.

Bardaginn var 3 mínútur og 34 sekúndur. Draumabyrjun á UFC ferli Gunnars. Forseti UFC, Dana White, var hæstánægður með Gunnar en hann birti þessa færslu á Twitter eftir bardagann.

Hér má sjá bardagann í fullri lengd:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular