spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRay Borg sendir frá sér yfirlýsingu - næringafræðingurinn rekinn

Ray Borg sendir frá sér yfirlýsingu – næringafræðingurinn rekinn

Eins og kom fram í gær mun Ray Borg ekki geta keppt við Demetrious Johnson í kvöld eins og til stóð. Borg er sagður vera veikur og sendi hann frá sér stutta yfirlýsingu í gær.

Ray Borg og Demetrious Johnson áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 215 í kvöld. Vegna veikinda Borg fær Johnson ekkert að berjast en með sigri hefði hann bætt met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Þess í stað munu þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Borg sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gærkvöldi. „Fyrst og fremst vil ég biðja aðdáendur og Demetrious Johnson afsökunar fyrir að geta ekki barist. Mig langar að þakka Dr. Davidson, UFC og Jeff Novitzky fyrir að hugsa um minn hag og mína heilsu,“ sagði Borg í yfirlýsingunni.

Næringafræðingur Borg, Michelle Ingels, sagði í samtali við MMA Fighting að veikindin væru ekki vegna niðurskurðar Ray Borg. Borg hefur verið í vandræðum með niðurskurðinn og tvisvar sinnum mistekist að ná tilsettri þyngd. Nú virðist sem Borg hafi rekið næringarfræðinginn.

„Ég vil einnig bæta við að ég mun ekki vinna áfram með Perfecting Athletes og Michelle Ingels sem hafði ekki leyfi til að tala fyrir mína hönd.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular