0

Hvenær byrjar UFC 215?

UFC 215 fer fram í kvöld þar sem titilbardagi Amanda Nunes og Valentina Shevchenko verður aðalbardagi kvöldsins. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá og klukkan hvað veislan hefst.

Upphaflega átti Demetrious Johnson að vera í aðalbardaga kvöldsins gegn Ray Borg en sá síðarnefndi getur ekki barist vegna veikinda. Þær Nunes og Shevchenko eru því í aðalbardaga kvöldsins en bardagi Henry Cejudo og Wilson Reis færist upp á aðalhluta bardagakvöldsins í stað Johnson og Borg.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2 á Stöð 2 Sport)

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Valentina Shevchenko
Veltivigt: Neil Magny gegn Rafael dos Anjos
Fluguvigt: Henry Cejudo gegn Wilson Reis
Léttþungavigt: Ilir Latifi gegn Tyson Pedro
Fjaðurvigt: Jeremy Stephens gegn Gilbert Melendez

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Bantamvigt kvenna: Sara McMann gegn Ketlen Vieira
Bantamvigt kvenna: Sarah Moras gegn Ashlee Evans-Smith
Fjaðurvigt: Gavin Tucker gegn Rick Glenn
Léttvigt: Mitch Clarke gegn Alex White

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 23)

Þungavigt: Luis Henrique gegn Arjan Bhullar
Léttvigt: Kajan Johnson gegn Adriano Martins

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.